Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Side 12
12
ur aptur farið heim til föður sins, og verið lærður
lijá honum (Bisk. I. 74.). Gissur fór opt utan, og-
var stallari Sigurðar konungs, föður Sverris konungs.
Hann var bæði vitur og málsnjall, og er kallaður
»hinn bezti klerkr þeirra, er hjer á landi hafa ver-
ið. Opt fór hann af landi í brott, ok var metinn í
Rómaborg meir en nokkur islenzkr maðr af mennfc
sinni. Honum var víða kunnigt um suðrlöndin, ok
þar af gjörði hann bók þá, er heitir Flos Peregrina-
tionis« (Sturi. 3. 50.). Gissur kom út Islands me&
Klængi biskupi 1152, »ok áttu þá menn at fagna
tveim senn hinum beztu manngersemum á Islandi*
(Bisk. I. 81.), og er hann kallaður »mikill höfðingi^
vitr og góðgjarn« (Bisk. I. 110.). Sæmundur Jóns-
son í Odda sagði, að Gissur væri »hrókur alls fagn-
aðar, hvargi er hann var staddr« (Bisk. I. 137.); og
má víst telja Gissur verið hafa manna bezt lærð-
an á þeim tíma og hinn mesta merkismartn. Hvergi
þurfti hann á Rómför sinni túlk að hafa, svo var
hann vel að sjer í málum. Sagnfræðingur var hann
mikill, og undir hann báru þeir Gunnlaugur munk-
ur og Oddur sögur sínar. Höfundur Hungrvökit
hefur söguna ritað eptir því, er Gissur hafði sagt.
frá, um æfi íimm hinna fyrstu biskupa í Skálholti
(Bisk. I. 59.); enda var engum um þá kunnugra en
Gissuri Hallssyni, er varð maður áttræður, og lifði
i tíð fimm biskupa í Skálholti, og hafði auk þess að-
setur f Skálholti á efri árum sínum í tíð Þórláks.
biskups hins helga og Páls biskups Jónssonar, og
þótti að honum »mest staðarprýði og hýbýlabót«
(Bisk. I. 129.). Hann stóð yfir greptri fimm biskupa
í Skálholti. Hann hjelt ræðu yfir greptri Þórláks-
biskups hins helga, og hafði áður ta'að yfir greptri
biskupa. Til er en brot af ræðu þeirri, er hann