Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 13
13
Tijeit yfir greptri Þórláks biskups (í Bisk. I. 113.,
299—300.). Gissur var lögsögumaður 1181—1201
(Safnt. s. ísl. II. 26.; Bisk. I. 135.). Gissur andað-
ist í Skálholti 37. júlím. 1206 (Bisk. I. 138).—
Synir Gissurar Hallssonar voru Magnús, erbisk-
up var í Skálholti 1216—1236, Hallur ábóti og höfð-
inginn Þórvaldur í Hruna. Þeir voru allir hinir
mestu merkismenn og sjálfsagt allir vel lærðir. Hall-
ur var lögsögumaður 1201—1209; hann varð ábóti á
Helgafelli 1221, en fór þaðan og tók viðábótadæmi
í Þykkvabæ 1225; þar andaðist hann 1230 (Safn t. s.
ísl. II. 27.; Tmr. Bókmfl. VIII. 228.). Þórvaldurbjó
;i Hruna, og var með mestu höfðingjum á sinni tíð;
hann var vígður prestur, og hinn vitrast maður.
Hann áttt mestan þátt í því, að klaustur var stotn-
að i Viðey (1226): gekk hann sjálfur i það klaustur,
■og stýrði því framan af, þar til er hann andaðist
1235. Þórvaldur var tvíkvæntur; fyrri kona hans
var Jóra Klængsdóttir, biskups; áttu þau saman
fimm sonu: Guðmund og Klæng, Björn, Einar, og
Teit. Teitur var lögsögumaður 1219—1221 og 1236
til 1247; hann var prestur að vígslu. Hann andaðist
1259 (Safn t. s. ísl. II. 29., 305. Jóra andaðist 1196.
Síðari kona Þórvalds var Þóra hin yngri dóttir
Guðmundar griss Amundasonar á Þingvöllum ; áttu
þau saman tvær dætur, Halldóru, er átti KetillÞór-
láksson, lögsögumaður, og Kolfinnu; en sonur þeirra
var Gissur jarl. Að líkindum hafa allir synir Þór-
valdar verið vel menntaðir og enda lærðir menn.
fHist. eccl. I. 198.; Tmr. bókmfl. VIII. 242; ísl. forn-
brj.s. I. 484—489.)
Sœmundur hinn fróði, Sigfússon, í Odda erkall-
aður »beztr klerkr verit hafa á íslandi* (Bisk. I.