Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Side 14
14
28.), og er sagður verið hafa »bæði forvitra ok lærðr
allra manna bezt« (Bisk. I. 67.), og enn er sagt mn
hann, að hann hafl verið »einhverr mestr nytjamaðr
guðs kristni á þessu landi« (Bisk. I. 156.). Hann
var fæddur 1056. Þess er eigi getið, hvar hann
hóf nám sitt hjer á landi. En hitt er kunnugt, að
hann fór utan, og var lengi í skóla í París á Frakk-
landi, og höfðu menn lengi ekkert til hans spurt;
en það er talið eitt af dýrðarverkum Jóns biskups
hins helga, Ögmundssonar, að hann spandi Sæmund
út hingað með sjer (1076). Settist Sæmundur þá að
á föðurleifð sinni Odda, og gjörðist þar prestur, og
ljet þar kirkju gjöra. Þar setti hann og kennslu á.
fót, og hjelzt sú kennsla eptir hans daga, sem sagt
mun verða. Sæmundur átti mikinn þátt í því, er
tíund var í lög tekin, svo og i Kristinrjetti þeirra
Þórláks og Ketils biskupa. Sæmundur var allra
manna lærðastur á þeim tima. Hann var sagna-
fræðingur mikill, og ritaði sögu Noregskonunga. Til
hans er víða vitnað í fornum sögum, og þykir það
allt rjettast, sem hann hefur sagt. Rit hans eru öll
týnd. Honum hefir fyrrum verið eignuð Edda sú,
sem við hann er kennd; en nú ætla margir, að hann
hafi eigi safnað þeim kvæðum. Sæmundur andaðist
1133, 77 ára að aldri. (Hist. eccl. I. 198—201.).
Lærisveina Sæmundar kunnum vjer ekki aðra
að nefna en sonu hans, þá Eyjólf og Lopt. Eyjólf-
ur prestur Sœmundsson var ágætur maður og mjög
vel lærður, og hjelt áfram skóla í Odda eptir föður
sinn, og kenndi mörgum, en engan lærisvein hans
kunnum vjer að nefna, auk Jóns Loptssonar, nema
Þorlák biskup Þórhallason, er Eyjólfur virði mest
»lærisveina sinna» um allt það, er til kennimann-
skapar kom. Þórlákur virði og Eyjólf mikils ávallt