Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Side 15
15
síðan, og var það orðtak hans, er menn hældu hans
háttum góðum, að hann kvað það vera siðvenjur
Eyjólfs fóstra síns, Sæmundssonar, enda mátti og
virða Eyjólf mikils, því að hann hafði »höfðingskap
mikinn olc lærdóm góðan, gæzku ok vitsmuni gnægri
en flestir aðrir«. (Bisk. I. 90—91.; Hist. eccl. I.
201.).
Eptir þá bræður, Eyjólf og Lopt, Sæmundssonu^
tók við forráðum í Odda hinn nafnkunni höfðingi
Jón Loptsson, sonur Lopts Sæmundssonar og konu,
hans Þóru, dóttur Magnúsar konungs berfætts. Jón.
hefur verið lærður hjá Evjólfi, föðurbróður sínum,
og þeim bræðrum. »Hann var hinn vísasti maðr
á klerklegar listir, þær sem hann hafði numið af
sínum foreldrum. Hann var djákn að vígslu, radd-
maðr mikill 1 heilagri kirkju* (Bisk. I. 282.). Sæ-
mundur var son hans og eiginkonu hans, Halldóru,
Brandsdóttur. En hann átti marga sonu aðra með.
ýmsum konum, og hjetu: Þórsteinn og Halldór, Sig-
urður og Einar, og svo þeir Páll biskup og Ormur
á Breiðabólsstað, er synir voru Ragnheiðar Þórhalla-
dóttur, systur Þorláks biskups. — Jón Loptsson hjelt
áfram skóla í Odda, og voru þar lærisveinar, er
synir hans voru, og auk þeirra sjálfsagt margir aðr-
ir, þótt vjer kunnum fæsta að nefna. Þar var Páll
sonur hans fæddur upp og lærður. Segir svo um,
Pál, að hann var næmur og vel iærður þegar á unga
aldri, og hagur að hvívetna því, er hann gjörði, bæði
að riti og að öðru (Páls s.: Bisk. I. 127.). Páll kvænt-
ist ungur, og eptir það fór hann utan, og var í
skóla á Englandi, og nam þar svo mikið náin að .
trautt voru dæmi til, að nokkur maður hefði jafn-
mikið nám numið nje þvilíkt á jafnlangri stund.
Þá er hann kom út til íslands, þá var hann fyrir-