Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Side 16
ltí
öllum mönnum öðrum að kurteisi lærdóms síns,
versagjörð og bóklist. Páll var biskup í Skálholti
1195—1211.
Ormur, bróðir Páls, á Breiðabólsstað, var höfð
ingi mikill. Hann er sagt að verið hafi »lögspakr
ok at flestu forvitri» (Bisk. I. 135.) og kallaður »spek-
ingr at viti ok hit mesta göfugmennU (Bisk. I. 487.),
og er það auðsjeð, að þeir bræður hafa verið vel
Tnenntaðir í föðurhúsum.
Sœmundur, sonur Jóns Loptssonar, bjó í Odda
■ eptir föður sinn. Sæmundur var, meðan hann sat
uppi, »göfugastr maðr á öllu Islandi« (Bisk. I. 135.)
■ og öll voru börn hans vel mennt (Bisk. I. 487.).
í skóla í Odda var einnig læi'ður hinn frægi
: sagnaritari Snorri Sturluson. Hann var fæddur 1178.
Þriggja ára að aldri fór hann í Odda til Jóns Loþts-
sonar, og dvaldi hjá honum 16 ár, til dauða Jóns.
En er Jón var látinn, dvaldi Snorri enn um hríð í
Odda hjá Sæmundi Jónssyni. Snorri var mestur
auðmaður á Islandi á sínum tiina og höfðingi mik-
ill. Honum er svo lýst, að liann hafl verið »maðr
vitr ok margfróðr, höfðingi mikill og slægvitr« (Safn
t. s. Isl. II. 29.). Snorri var tvisvar lögsögumaður,
1215—1218, ogapturl222—1231. Hann var afbragðs-
skáld, og orti kvæði um Hákon jarl galin, er hann
sendi honum, og um Kristfnu konu hans, og þá laun
fyrir. Tvö kvæði orti hann um Skúla jarl, og
»Háttatal« um Hákon konung og Skúla jarl. Hann
samdi Eddu þá, sem við hann er kennd, og hið á-
gæta sögurit um Noregskonunga, er kallar er »IIeims-
kringla*. Snorri er frægastur allra íslendinga sök-
um rita sinna. Hefir hann verið ágætlega lærður
maður, og kunnað bæði latínu og grísku (Hist. eccl.
I. 303.). Snorri fór utan 1218, og dvaldi í Noregi