Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Side 17
17
um tvö ár, og komst í mikinn kærleika við Hákon
konung og Skúla jarl. 1237 fór hann aptur utan,
•en fór svo út aptur í leyfi Skúla jarls, en banni
Hákonar konungs. Varð konungur honum ákaflega
reiður, og bauð Gissuri jarli að taka Snorraog senda
utan, eða drepa ella. Gissur tók hús á Snorra 23.
sept. 1241, og var Snorri þá hálshöggvinn, 63 ára
að aldri. Snorri Sturluson bjó fyrst á Borg, og síð-
an í Reykholti.
Þá má enn telja þá bræður ólaf hvítaskáld og
JSturlu lögmann Þórðar sonu. Þeir voru synir Þórð-
ar Sturlusonar, bróður Snorra, og var faðir þeirra
ágætismaður. Hann andaðist 1237. Þeir synir hans,
■Olafur og Sturla, eru báðir mjög frægir menn, og
-voru vel lærðir. Olafur var skáld gott, og var
kallaður hvítaskáld. Hann orti kvæði um Hákon
Noregskonung og Valdimar Danakonung, um Skúla
jarl og utn Þórlák biskup. Öll eru kvæði hans týnd,
nema brot úr drápu þeirri, er hann orti um Hákon
konung. Olafur mun hafa verið lærður hjá Snorra
föðurbróður sínum, og var talinn einhver hinnlærð-
asti maður á sínum tíma. 1237 fór hann til Noregs,
og þaðan til Danmerkur, líklega vorið 1240, og gekk
’þar á hönd Valdimar konungi. Nær hann kom út,
"vita menn eigi. Eptir það er hann kom til Islands
•aptur, var hann lögsögumaður 1248—1250, og apt-
nr 1252. Hann var súbdjákn að vígslu. Hann bjó
í Hvammi í Hvammssveit, síðan á Borg á Mýrum
og í Statholti. Hann dó 1259 (Safn t. s. ísl. II. 31.;
Hist. eccl. I. 208—209.; J. Þ.: »Um r og ur«, bls.
12.). Olafur hefur kunnað bæði latínu og grísku,
og bera rit hans (»Málskrúðsfræði«, »Málfræðinnar
:grundvöllur«) vott um lærdóm hans.
Sturla Þórðarson var mjög fróður maður; hann
2