Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 18
18
var hið ágætasta skáld á þeim tíma, sagnamaður
mikill og lögvitur. En því má telja hann til skóla
þessa, að hann mun hafa fengið menntun sína a5
miklu leyti hjá Snorra Sturlusyni. Kvæði hans eru
talin: 1. Þverárvísur; 2. Þórgilsdrápa (erfidrápa um
Þórgils skarða); 3. kvæði um Magnús konung; 4,
kvæði um Hákon gamla; 5. Hákonarmál (um Hákon
konung gamla); 6. Hrafnsmál (um sama); 7. drápa
um Hákon gamla. Hann orti og kvæði um Birgi
jarl í Svíþjóð, og margt annað. Hann var sagna-
maður mikill; var hann löngum í Reykholti, og lagði
mikinn hug á, að rita sögur eptir bókum þeim, er
Snorri setti saman. Hann hefur ritað Sturlungasögu;
hann ritaði sögur þeirra Magnúsar og Hákonar Nor-
egskonunga. Hann er einn af frumhöfundum Land-
námu. Öll eru rit hans ágætlega samin. Sturla
var lögsögumaður 1251; lögmaður um landallt 1272
til 1276; lögmaður norðan og vestan 1277—1282*
Sturla dó 30. júlím. 1284, sjötugur að aldri. Hann
bjó lengstum á Staðarhóli. Börn átti hann fjögur.
Eitt þeirra var Þórður, er varð hirðprestur Magn-
úsar konungs, og andaðist 1283. — (Hist. eccl. I.
220—211.; Safn t. s. fsl. II. 31., 39—42.; I. 503 tit
639.). —
Þá er Gissur biskup ísleifsson í Skálholti hafði
setið að stóli 23* vetur (1105), þá felldu Norðlend-
ingar bæn að honum, að þeir skyldu ná að hafa
*) Hungrvaka segir: »XX vetr, eðr þvi nær« (Bisk. I. 68.);-
Ari fróði telur 24 vetur; en hið rjetta er, að Norðlendingar
báru f'ram bæn þessa, er Gissur hafði biskup verið 23 vetur
(sjá Bisk. I. 68., athgr. 5.).