Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Qupperneq 19
19
biskup einn sjer, og setja þar biskupsstól annan í
Norðlendingafjórðungi, og töldu þess von, að sjald-
an muudi þá biskupslaust á landinu, ef tveir væru
biskupar; og þá bæn veitti Gissur biskup Norðlend-
ingum; var þá síðan valinn til biskups Jón prestur
Ögmundsson; fór hann utan og var vígður 1106, og
var biskupsstóllinn settur á Hólum í Hjaltadal, með
því að 111 ugi prestur Bjarnason, er þar bjó, varð
einn til þess búinn af virðulegum mönnum í Norð-
lendingafjórðungi, að rísa upp af sinni föðurleifð,
svo að stóllinn yrði þar settur (Bisk. I. 159.).
Jón biskup Ögmundarson var fæddur upp hjá
Isleifi biskupi í Skálholti, og lærður í skóla hans, og
var hvorttveggja, að Jón var sjálfur hinn mesti á-
gætismaður, lærður vel og menntavinur, og svo hitt,
að hann hafði átt góðan læriföðurinn, þar sem Is-
leifur biskup var, enda hafði hann ekki lengi verið
biskup að Hólum, er hann kom þar skóla á fót (um
1108). Hann ljet setja skólann vestur írá kirkju-
dyrum, og smíða hann vel og vandlega. En til þess
að stýra skólanum valdi hann einn hinn bezta klerk
og hinn snjallasta, af Gautlandi; hann hjet Gísli og
var Finnason, og ljet biskup hanu hafa kaup mik-
ið, og kenndi Gísli latínu (o: Grammaticam, Bisk. I.
163., 168., 239.) þar i skólanum, og hjelt hann
skólann um mörg ár (Bisk. I. 253.). Annan mann
skipaði biskup og við skólan, Rikinna prest, »kapu-
lan« sinn og ástvin, lærdómsmann mikinn, að kenna
söng og versagjörð. Hann var frakkneskur maður,
latinuskáld gott, og svo glöggur í sönglist og minn-
ugur, að hann kunni utan-bókar allan söng á tólf
mánuðum, bæði i dagtíðum og óttusöngum, með ör-
uggri hljóðasetning og tónagrein (Bisk. I. 239.).
Margir ágætir menn voru lærðir í skóla þessum, svo
2*