Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Side 20
20
sem Klængur Þórsteinsson (bisk. í Skálholti 1152—
1176), Hann var 12 vetra gamall á hendi fólginn
Jóni biskupi af móður sinni til fræðináms (Bisk. I.
240.), og hefur þá komið í skólan 1114; Vilmundur
Þórólfsson (ábóti á Þingeyrum 1133—1148); Hreinn
Styrmisson (ábóti á Þingeyrum 1166—1171), og Björn
Gilsson (biskup á Hólum 1147—1162) og Isleifur
Hallsson, er Jón biskup æskti að verða skyldi bisk-
up næst eptir hann, en hann andaðist fyr en bisk-
upinn fBisk. I. 240.), og margir aðrir (Jónss. 14.
Bisk. I. 168.), enda rjeðust að Hólum til náms um
hríð allir hinir sæmilegustu kennimenn í Norðlend-
ingafjórðungi, sumir á fulltíða aldri, og eru af þeim
nefndir: Isleifur Grímsson frændi biskups, Jón svarti,
Bjarni Bergþórsson, svo og Þórvarður knappi, prest-
ur á Knappsstöðum; þar var og í fræðinæmi jung-
frú, er Ingiuin hjet; var hún engum annara síðri í
bókmenntum, og kenndi mörgum grammaticam, og
fræddi hvern er nema vildi; urðu því margir vel
menntir undir hennar hendi. Hún rjetti mjöglatínu-
bækur, svo að hún ljet lesa fyrir sjer, en hún sjálf
saumaði, tefldi, eða vann aðrar hannirðir. (Bisk. I.
175., 240.—241., 248.).
Jón Ögmundarson var biskup á Hólum til 1121,
og alia þá stund, er hann var biskup, hefur þar
skóli verið. I tíð eptirmanna hans til 1203 er ekk-
ert getið um skóla þar, þó að eigi verði beinlinis
þar af ráðið, að engin kennsla hafi þar á þeim tima
fram farið, enda voru hinir næstu biskupar eptir
Jón Ögmundsson slíkir menn, að vel væri ætlandi
um þá, að þeir hefðu eigi látið þar skóla niður falla,
er nann var eitt sinn stofnaður, að svo miklu leyti
sem þeir gátu þvi við komið.
A dögum Guðmundar biskups Arasonar, hins