Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 21
21
góða (bisk. 1203—1237), er eigi að vænta, að mikið
hafi orðið um skólahald á Hólum, þar sern biskup
optast var á hrakningi um landið og sat sjaldnast
að stóli sinum, enda átti í sifelldum ófriði og óspekt-
um. Þó var Guðmundur biskup sjálfur vel mennt-
aður maður og unni bókfræði, og fjekkst við kennslu
sjálfur, áður en hann varð biskup; þannig »tók hann
til kennslu prestlinga«, þá er hann var þingaprestur
að Hofi (1186), »ok var þat athöfn hans hversdags-
lega tíða í millum at kenna og rita« (Bisk. I. 431.),
og í för með Guðmundi voru auk annara »fóstrar
hans ok lærisveinar«, er hann fjekk hríðina á Helj-
ardalsheiði (11. jan. 1195. — Bisk. I. 441.). Guð-
nmndur varð biskup 1203, en það var ekki fyr en
1218, að hann setti skóla á Hólum, og var Þórður
ufsi skólameistari yfir settur. Hann hefur að lík-
indum verið norrænn maður, og komið þá út með
Guðnmndi biskupi. En sá skóli varð ekki lang-
gæður, því að þá er lið mikið dreif til biskups, eins
og venja var, er hann settist að Hólum í hvert sinn,
og horfði til mikils kostnaðar, þá dró Arnór Tuma-
son lið saman, og kom á óvart til Hóla um nótt,
og var þá Guðmundur biskup tekinn, og hafður
brott í As til bús Arnórs. Þeir ráku af staðnum
allt lið það, er biskupi var hendi langt, svo og
meistarann og' alla sveina. Þá fór Þórður meistari
á Völlu, og kenndi þar mörgum sveinum um vetur-
inn. — (Bisk. I. 508.; II. 105., 106.). —
A dögum tveggja biskupa hinna næstu er eigi
getið skóla á Hólum, enda mun þar enginn skóli
hafa verið i tíð þeirra (1238—1260); þeir voru nor-
rænir menn, og enda eigi alla sína biskupstíð hjer
á landi; en Brandur biskup Jónsson var að eins
biskup eitt ár (1263—1264), en hann hefði líklegur