Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 22
22
verid til nytsemdar í biskupsdómi, ef honum hefði
enzt aldur til. Það er því fyrst á dögum Jörundqr
biskups Þórsteinnsonar (bisk. 1267—1313), að getið
er skóla á Hólum. Skólameistari var þá síra Ó-
ilauður Hallvarðsson, sá hinn sami, er áður er getið,
að skólameistari var í Skálholti. Þá var náms-
sveinn í skólanum á Hólum meðal annara Lárentíus
Kálfsson, er síðar varð biskup; og lagði skólameist-
arinn svo góðan þokka á hann, að hann ljet hann
jafnan vera í skóla og spyrja aðra klerka, er hann
sjálfur var eigi viðlátinn. En er Lárentius Kálfsson
hafði tvo vetur og tuttugu, var hann vígður til prests,
og gjörðist hann þá skólameistari. »Svo gjörðist
hann þá framr í klerkdómi at dikta ok versa, at
liann gjörði svo skjótt vers, sem maðr talaði skjót-
ast latinu«. Lárentius var þar skólameistari 3 ár.
(Bisk. I. 793.—794., 795.; Hist. eccl. I. 586.; II.
154.). —
Eptir Jörund Þórsteinsson varð Auðunn rauði
Þorbergsson biskup á Hólum (bisk. 1313—1321). —
Hann var norrænn; og má telja hann einn hinn
bezta meðal útlendra biskupa á Hólum, og hann
vann margt til nytsemda þau 5 ár biskupstíðar
sinnar, er hann sat lijer á landi. Hann átti þó
fremur örðuga æfi hjer á landi, því að prestar voru
mjög móthverfir honum, og klaustramenn, og margir
aðrir. En Auðunn biskup var hinn mesti góðvildar-
maður, og sýndi það meðal annars í þvi, að hann
hjelt skóla á Hólum, og kenndi þar sonum margra
presta, er síðan urðu framir menn til klerkdóms og
framkvæmda, og eru þessir taldir lærisveinar hans:
Einar Hafliðason, Páll Þorsteinsson, Þorsteinn Ilalls-
son, Þormóður Þorkelsson og Jón Koðransson (Bisk.
I. 831.; Hist. eccl. I. 590.; II. 158.; Esp. Árb.).