Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 26
2G
»non possum loqvere propter non usum« (Hist. eccl.
III. 357.), og má vera, að slíkt hafi verið fundið upp
honum til óvirðingar af .nótsöðumönnum hans, þar
sem hann hafði verið 6 ár í skóla i Björgvin, og
mun því hafa verið langtum meiri latínumaður en
formenn hans um langa tíma (Bisk. II. 681.). Að
minnsta kosti er það kunnugt um Jón Arason, hinn
síðasta kaþólska biskup á Hólum (bisk. 1524—1550),
að hann kunni eigi latínu, svo að teljandi væri,
enda hafði hann eigi fengið aðra menntun en þá,
að lesa og skrifa og syngja tíðasöngva, og svo annað
það, er beint kom við prestlegu embætti; og þó var
Jón Arason bæði gáfumaður og eigi frábitinn menntun,
skáld hið bezta, og þó að hann hafi eigi haldið skóla,
að því er kunnugt er, má honum það þó í þessu
efni til gildis telja, að hann kom á prentsmiðju, og
hóf að láta bækur prenta fyrstur manna hjer á
landi.
Það er kunnugt, að 1 klaustrum þeim, er voru
hjer á landi, voru opt margir ágætir fræðimenn,
einkum framan af, því að lærdómur og öll fræði fór
mjög hnignandi eptir því sem stundir liðu, og nær
dró siðaskiptatímanum, þó að sum klaustrin, svo
sem t. d. Munkaþverárklaustur, væri nálega til hins
síðasta skipuð fræðimönnum, er lögðu stund á bók-
menntir, og voru þeir Einar ábóti Isleifsson og
Finnbogi ábóti Einarsson einhverjir hinir lærðustu
menn, og nálega hinir einu lærðu menn, á sínum
tíma. En auk þess sem í klaustrunum voru margir
ágætir fræðimenn, sem enn mun sagt verða, svo fór
og kennsla fram við klaustiin sum, þar er fræði-
mennirnir kenndu öðrum og lærðu þá, svo að vel