Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 28
28
orti kvæði það, er heitir »Merlinusspá«, og er það'
kvæði enn til. Gunnlaugur fjekkst við kennslu íi
klaustrinu, og er getið eins lærisveins hans, er Leifur
hjet, og var frændi hans (Bisk. I. 193.), en víst má(
telja, að þar hafi þá margir lærðir verið, þó að eigii
sjeu nöfnum nefndir. Vermundur ábóti hjelt skóla
í klaustrinu, og var hjá honum lærður Hafliði prestur
Steinsson (dó 1319). Guðmundur ábóti var fræði-
maður og menntavinur, og lagði kapp á að mennta,
sem bezt sjálfan sig og munka sína. Fyrir því tók
hann til sin Lárentius Kálfsson, og var Lárentius
þar kennari trá 1313 til þess er hann var kjörinn
biskup að Hólum 1322. Hann kenndi þar Guðmundi
ábóta og mörgum öðrum, eigi að eins munkunum,
heidur ýmsum öðrum, er þangað voru teknir til
kennslu; stóð þar skóli með allmiklum blóma. Þar
kenndi Lárentius Agli djákna Eyjólfssyni, er síðar
varð biskup. Enn voru lærisveinar hans Þórður,
son Guðmundar lögmanns, og Olafur Hjaitason, fá-
tækur piltur, er siðar varð skólameistari að Hólum.
Til hans kom og í nám Einar Hafliðason, prestur,
og var þá 10 vetra; hann hefur ritað sögu Láren-
tiusar. Lárentius kenndi og ágæta-vel Árna syni
sinum, svo og Bergi Sokkasyni, eptir að hann kom
þar í klaustrið (1316), en áður hafði hann kennt
honum að Munkaþverá (Bisk. I. 827., 832.). Árið'
1318 fjekk Egill prestur Eyjóifsson komið á sáttum
milli þeirra Auðuns biskups og Lárentiusar, og tók
þá Lárentius dótturson biskups, er Eysteinn hjet,
með sjer til Þingeyra, og lærði hann vel. Eysteinn
varð síðan prestur að Maríukirkju í Þrándheirni.
Um Guðmund ábóta sjálfan er það sagt, að hann
kenndi mörgum klerkum, þeim er siðar urðu prest-
ar. Er af þessu auðsjeð, að á þessum tíma, rúmri