Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 30
skóla, að minnsta kosti einhvern tíma á þeim árum,.
er hann var ábóti; en um Þórlrik ábóta Loptssonr
(1314—1350) er það kunnugt, að hann tók til sin
(1300) Lárentius Káifsson, og ljet' hann halda þar
skóla urn 2 ár; kenndi Lárentius þar mörgum klerk-
um og bræðrum. Meðal munka í klaustrinu á dög-
um Þórláks ábóta er nafnkunnastur Eysteinn Ás-
grímsson, ágatlega menntur maður og skáld hið'
bezta, höfundur kvæðis þess hins ágæta, er »Lilja«
heitir; en eigi þótti Eysteinn siðgóður, og ódæll
næsta. — Meðal ábóta á Munkaþverá á þessu tíma-
bili má helzt nefna Þóri Haraldsson (1298—1316),
er tók (1312) Lárentius til sín og kenndi hann þar
bræðrum og klerkum um 12 mánuði, — og Berg
Sokkason (1325—1334 og 1348—1350), er var maður
ágætlega lærður, og setti saraan margar sögur helgra
manna með mikilli snilld; en margir voru þar aðrir
ágætir menn og lærðir vel, og má vist telja, að
þar haíi kennsla stundum saman átt sjer stað. —
Af Helgafellsklaustri og Viðeyjarklaustri fara eigi
miklar sögur, að því leyti er þessu efni við kemur.
Þó voru þar fræðimenn, svo sem Styrmir prestur
Kárason, hinn fróði, er prior var í Viðeyjarklaustri
1235—1245, og var hinn merkasti iraður og fróður
mjög, og fjekkst við ritstörf; er hann einn af frum-
höfundum »Landnámu« og annara sagnarita. Má
það þykja víst, að við og við hafi kennsla farið
fram í þessum klaustrum, þó að eigi fari sögur af.
Eptir miðju 14. aldar og allt fram að 16. öld
er svo að sjá, sem lítið hafi verið um fræðimenn í
klaustrunum, og kennsla þar nær engin eða mjög
ófullkomin, enda fer nú í vöxt meðal klaustramanna
fáfræði og siðleysi. Þó var Arngrímur ábóti í Þing-
eyraklaustri (1350—1361j fræðimaður, og fjekkst við