Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 31
31
ritstörí. Hann ritaði sögu Guðmundar biskups Ara-
sonar, og orti drápu um hann; sagan ber vott um
allmikinn lœrdóm hans, og drápan er prýðilega
kveðin. — Um það leyti var Árni Jónsson ábóti á
Munkaþverá (vígður 1370); hann var skáld gott, og
orti drápu um Guðmund biskup Arason. En síðar
var þar Einar ísleifsson ábóti (1435—1487), og var
hann einna helztur hinna fáu fræðimanna á þeim
tíma. En hafl Jón Arason biskup í æsku sinni, sem,
sagt er (Bisk. II. 326., 339.), tengið í Munkaþverár-
klaustri fræðslu til prestsembættis, lilýtur það að,
hafa verið hjá Einari ábóta Benidiktssyni, því að.
Jón Arason var að eins þriggja ára (fæddur 1484),
er Einar ábóti ísleifsson dó (1487), en Einar Bene-
diktsson var ábóti 1494—1525; Jón hefur þá verið.
10 ára, er Einar sá varð ábóti; en eigi lærði Jón,
þar latínulærdóm, og hefur sú kennsla, er hann,
íjekk þar, eigi verið önnur eða meiri en sú, er al-
mennt tíðkaðist um þær mundir, og látin var nægja
til prestsembættis, og síðar verður gjör frá sagt._
Finnbogi ábóti Einarsson, Isleifssonar (1517—1532),
er talinn verið hafa einhver bezt menntur maður á
sínum tíma, og hefur sjálfsagt verið menntaður hjá
föður sínum. Urn þær mundir var Narfi ábóti að,
Helgafellsklaustri (1512—c. 1527), og er það ætlun
manna, að hann hafl haldið skóla við klaustrið (Esp.
Árb. III. 37.), en ekkert er kunnugt af skóla þeim,
hvort hann að nokkru hefur verið fullkomnari en4
kennsla sú, er tíðkaðist um þær mundir, eða hvort.
þar hefur nokkur latínukennsla átt sjer -stað; má,
ætla, að svo hafl eigi verið, og skóli Narfa ábóta.
hafl að eins verið kennsla til preslsembættis. Hjá
Arna ábóta í Þykkvabæjarklaustri (dó 1520) var-
Gissur biskup Einarsson fyrst til náms, þar til er,-