Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 32
32
hann var 16 eða 18 vetra, er hann þá fór til Ög-
raundar biskups. Sigurður Halldórsson, er síðastur
var þar ábóti (var orðinn ábóti 1530; dó 1 Danmörk
1550), er kallað að hafi verið lítt lærður, en unni
þó bókmenntuin (Esp. Árb.); segir þó svo, að hann
bafi þá liait nær einn kunnað latínulærdóm í Skál-
holtsbiskupsdæmi (Bisk. II. 428.); hann fjekk Gissur
Einarsson, er þá var nýkominn úr utanför sinni, til
.að kenna sjer og klerkum sínum; það sýnir, að
;Sigurður ábóti unni bókmenntum. Þar var bókasafn
.allgott, og hefur Gissur svo sagt, að vera sín þar í
Þykkvabæ hafi komið sjer að góðu gagni, er hann
hafði bækur nægar og góðar tómstundir til náms
ium þau tvö ár, er hann dvaldi þar (Esp. Árb.). —
;En að öðru leyti er eigi kunnugt um kennslu í
Þykkvabæ á dögum Sigurðar ábóta.
Lýsing sú á ástandinu, að því er til menntun-
. ar kemur, eins og það var í uppvexti Jóns biskups
Arasonar, sem vjer höfum í Bisk. II. 424.—5., er
.. einnig lýsing á ástandinu um langau tíma fyrir daga
. Jóns biskups, og er ástandið yfir höfuð að tala næsta
i bágborið. Skólar voru engir, er það nafn mættu
hafa með rjettu; en foreldrar urðu að fá munka eða
_ aðra klerka af hinum lægri vígslum, eða einhverja
. aðra, sem fróðari voru en almenningur, til þess að
“kenna piltum að lesa og skrifa íslenzku, þó að ekki
væri meira; sagt er, að það hafi eigi verið kostnað-
arminna en síðar var að halda pilt í skóla. Þá var
og kenndur gregoríanskur (grallara-)söngur, er mjög
mjög tíðkaðist ávallt. Mönnum var þá og kennt að
lesa Daviðs saltara og aðrar tiðabækur, sem þá var
vonja að þylja fram í kirkjum og klaustrum, en allt