Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 34
34
af þeim orðinn; enda urðu hinir fyrstu biskupar f
lútherskum sið að vígja til presta lítt lærða og nær
ólærða menn, þótt þeir væru þess nauðugir, er ann-
ars var eigi kosti. En þegar er siðabótin komst á,
tók að vakna áhugi á þvi, að skólar kæmust hjer
á fót, og var Gissur biskup Eiuarsson frumkvöðull
þess, að því máli var hreift. Því að það var að
hans undirlagi, er hann var erlendis 1542, að Krist-
ján konungur III. skipaði svo fyrir, að skóla skyldi
stofna við klaustrin, og klaustraeignirnar ganga til
þess; gaf konungur þá út brjef til Halldórs ábóta
að Helgafelli og konventubræðra í Viðey, að þeir
hjeldi skóla á báðum þeim klaustrum, er vera skyldi
latínuskólar. Annað brjef gaf hann út til Sigurðar
ábóta i Veri, Brands príors á Skriðu og Halldóruabba-
disar í Kirkjubæ, að þau hjeldi lestrarskóia á þeim
klaustrum, eða nokkurs konar barnaskóla. En úr
þessu varð ekkert, því að vildarmenn konungs spilltu
því, einkum Jóhann Friis, kanselleri, er bar það
fyrir, að ríkið stæðist ekki, ef öll klaustur gengju
undan; ljet konungur þá taka brjefin aptur, en reit
Gissuri biskupi sama ár, að eigi gæti skóli orðið i
Viðey, er konungur ákvæði, að sá staður skyldi
eptirleiðis verða bústaður höfuðsmanna, er enginn
annar hentugur væri til, og skyldi því biskup eigi
boða ábóta neitt um það, að hann skyldi skóla halda*.
Eigi komst heldur skóli á að Helgafelli, því að kon-
ungur tók það undir sig árið eptir, og gengu tekjur
þess í konungssjóð. Astandið var því enn hið sama.
Siðabótin var eigi komin á að nafninu nema i Skál-
holtsbiskupsdæmi, og komst eigi á í Hólabiskups-
*) Brjefið er i Hist. eccl. II. 298.