Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 35
35
dæmi fyr en 1550, er Jón biskup Arason var líf-
látinn. En eptir það leið eigi á löngu, að skólar
væru stofnaðir. Konungur hafði hug á því, að skól-
ar kæmust á fót; hann gaf út brjef* 1550, þar sem
hann býður Marteini biskupi og Lauritz Múle fógeta,
að þeir komi skóla á að Helgafellsklaustri, og skuli
allar tekjur klaustursins ganga til skólaþarfa, en í
skólanum skyldi upp ala fátæka sveina í góðum
lærdómi og bókfræði; en ekkert varð úr þessu. Þess-
ar tilraunir til að bæta úr menntunarleysinu voru
svo mjög í lausu lopti, að ekki var að vænta, að
neitt yrði úr þeim, og sýna að eins, að hugmyndin
um skóla fylgdist með siðabótinni, þvi að þá varð
það ijóst, að skóla væri þörf, og að eigi yrði unað
þvi ástandi, er áður var, og það var 1552, að lög-
skipaðir, reglubundnir latínuskólar komust hjer á,
annar í Skálholti, en hinn á Hólum.
I. Skólar i Skálholti og á Hólum.
Árið 1552 bauð konungur Páli Hvitfeld, er þá
var höfuðsmaður yfir Islandi, að hann kæmi hjer á
fót latínuskólum, sinum við hvorn biskupsstólinn, og
skyldi setjast guðhræddur og vel lærður rektor eða
skólameistari yfir hvorn, og svo heyrari; einnig
skyldi Páll taka, með ráði biskupa beggja, svo mörg
kúgildi og hundruð eptir landsvisu af fje því dóm-
kirknanna, sem þörf sýndist, og leggja til launa skóla-
meisturunum og heyrurum, og svo skólasveinum til
klæðnaðar og fæðis. Þá er Páll kom til íslands,
átti hann fund með biskupum og öðrum helztu
mönnum, og með þeirra ráði gjörði hann skólaskip-
•) Brjeflb er í Hist. eccl. II. 303.
3*