Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Side 37
37
skyldi þá biskup greiða skólameistaranum og heyr-
aranum laun þeirra. En skólameistara á Hólum
voru lagðar þessar jarðir: Krossanes ytra, Hólar, As-
láksstaðir, Steinsstaðir, Engimýri, Búðarnes, Efsta-
land, Efstalandskot og Myrkárdalur, og var afþess-
um jörðum samtals 10 hundraða landskuldir, en kú-
gildi 40. En heyraranum voru lagðar: Garðshorn,
Litli-Arskógur og Halland, með samtals 5 hundraða
landskuld og 16 kúgildum. (Hist. eccl. III. 167—168.;
Esp. Árb.; P. P.: H. E. 357.; »Safn« I. 103.; Tim.
Bókm. VII. 93 til 94.). —
1554 bauð konungur biskupum að nýju, að þeir
veiti skólameisturum og heyrurum sæmilegan kost
og drykk. 1555 hafði höfuðsmaður Knútur Steins-
son út brjef konungs, og var í því eitt atriðið, er
við kom skólunum. Þetta brjef í heild sinni lagði
höfuðsmaður undir álit beggja biskupa, lögmanna
beggja, tveggja prófasta úr hvoru biskupsdæmi og
jafnmargra leikmanna, og kallaði þá saman að
Bessastöðum. Fallast þeir á brjef konungs, að þvi
er skólunum við kom, að öðru leyti en því, að þeir
teíja eigi unnt, að veita skólapiltum öl daglega, og
megi þeir láta sjer nægja þann drykk, er algengur
sje meðal manna í landinu. (Hist. eccl. III. 169.;
Esp. Árb.; P. P.: H. E 357.; »Safn« I. 103.).
Þar sem Páll Hvítfeldur hafði svo fyrir skipað,
að skólinn skyldi haldinn bæði sumar og vetur, þá
var því þó aldrei fyigt. Hinn venjulegi skólatími
var frá Michaelismessu til krossmessu á vori, eða
til byrjunar maímánaðar; eða að minnsta kosti er
það vist, að eptir 1602, hallærisár, var skólatíminn
eigi lengri en nú var gétið, og hvorki kennarar nje
skólasveinar höfðu annan mat en þann, er algeng-
ur var í landinu. 1614 kveðst konungur (Kr. IV.)