Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 38
38
hafa heyrt, að enginn skóli væri haldinn frá pásk-
ura til Marteinsmessu, og býður Herluf Daa að rann-
saka það (Hist. eccl. III. 58.). A dögum þeirraGuð-
brands Hólabiskups, Jóns Vídalíns og Jóns Árnason-
ar, Skálholtsbiskupa, var skólatíminn 26 vikur, eða
veturinn yfir. En á dögum þeirra Björns Þorleifs-
sonar og Steins Jónssonar, Hólabiskupa, varð einatt
að slíta skóla á Hólum um miðjan vettir sökum
skorts á matvælum.
Það ræður að líkindum, að skólar þessir hafi
eigi verið mjög fullkomnir fyrst framan af, að þvi
er kennslu og lærdóm snertir. Skólameistarar hin-
ir fyrstu voru útlendir menn, er eigi kunnu íslenzku,
og segir sig sjálft, hve óhentugt slíkt hafi verið. En
smám saman fór þó svo, uð þeir, er lærðu í skól-
um þessum, urðu allvel lærðir, og stóðu eigi á baki
öðrum, er þeir t. d. komu til háskólans í Kaup-
mannahöfn; og þegar þeir svo urðu skólameistarar,
er vel voru lærðir, og þeirri stöðu vaxnir, þá tóku
skólarnir góðum framförum, og náðu talsverðum
þroska, og urðu ágætar menntastofnanir, eptir kröf-
um þeirra tíma, þótt opt væri við ramman reip að
draga, harðindi og skort, er stundum olli því, að
slíta varð skóla um miðjan vetur, og senda pilta á
brott heim til sín. Helztu námsgreinir voru: latlna
og guðfrœði. I grísJcu va>- eigi farið veita piltum
neina tilsögn fyr en um 1600, og þó mjög ófull-
komna. 1649 (7. apríl) bauð konungur (Friðr. III.),
að kenna skyldi reikningslist í Skálholtsskóla, og
kennaranum lagðar nokkrar jarðir til launa. En
þetta fjell að mestu niður aptur, eptir að Gísli Ein-
arsson, er kennslu þessa hafði á hendi, ljet af skóla-
meistaraembættinu (1661).
Tilskipun 3. maí 1743 um latínuskólana á ís-