Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 39
39
landi (Forordning om de latinske Skoler paa Island)
gjörði nýja skipun á um skólahaldið. Tilskipun þessi
var i 70 greinum, og allnákvæm og yfirgripsmikil,
og hefði eflaust mátt verða að allmiklu gagni, ef
henni hefði verið fylgt í því, sem mest reið á, svo
sem vera skyldi. Tilskipun þessi kveður svo á, að
skólana skuli álíta sem kennsluskóla handa presta-
efnum (seminarium ecclesice, 1. gr.). Yfirstjórn
skólanna skyldi vera í höndum stiptsbefalings-
mannsins og biskupanna. En umsjón yfir fjárhaldi
skólanna skyldi vera í höndum biskupa og lög-
manna, svo og landfógeta (2. g.). Skólameistara
skyldi biskup skipa, og leita, siðan staðfestingar kon-
ungs. 1 En meðkennara (conrector eða collega) skyldu
þeir biskup og skólameistari báðir kjósa. Bæði rekt-
or og conrektor skyldu ganga undir próf hjá bisk-
up, og vinna rektorseið. Kektor skyldi auk þess
hafa tekið guðfræðispróf við háskólann íKaupmanna-
höfn (3. gr.). Skólameistari skyldi hafa í laun 60
rdl. í peningum, og skyldi hver ríkisdalur reiknað-
ur á 48 fiska; auk þess skyldi hann hafa hús, sæng,
ljós, þvott og fæði. Conrektor skyldi einnig hafa
herbergi, sæng, ljós, þvott og fæði, og 30 rdl.ílaun
(12. gr.). Ölmususveinar skyldu vera 24 í Skálholts-
skóla, en 16 í Hólaskóla (15.gr.). Engan þann svein
mátti í skóla taka, er eigi kynni að lesa, og skrifa
nokkurn veginn (18. gr.). Allir skólasveinar skyldu
vera komnir til skóla á Mikaelsmessu (22. gr.).
Kámsgreinir skyldu vera: 1. latína og gríska; ogles-
ið skyldi hið nýja testamenti á grisku. 2. guðfræði.
3. heimspeki, lítið eitt; og hebreska; að rita og tala
rjett eigið móðurmál; danska. 4. í reikningi að
minnsta kosti 4 species í heilum tölum og brotum
(37. gr.). 5. sagnafræði (38. gr.). Skólatíminn skyldi