Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 40
40
vera frá Mikaelsmessu til vitjunardags Maríu (53.
gr.). Önnur leyfl en sumarleyflð voru: jólaleyfið frá
23. des. til þrettánda; páskaleyfið frá miðvikudegin-
um fyrir páska til næsta miðvikudags eptir; einn
dagur eða tveir hálfir dagar virkir í hverri viku ;
allir sunnudagar og helgidagar (57. gr. og 58. gr.).
(P. P.: H. E. 6—28.) —
I reglugjörð fyrir skólana (Reglement for de to
latinske Skoler paa Island) 10. júní 1746 er ákveð-
ið, að fæði skólapilta skyldi vera sem nú greinir:
A sunnudögum: morgunverður á undan kirkjugöng-
unni: fiskur og smjör; miðdegisverður: 1) fiskur og
smjör, og þar á eptir 2) kjötsúpa eða baunir með
kjöti; kveldverður; 1) fiskur og smjör, og þar eptir
2) grjónavatnsgrautur með mjólk út á, eða smjöri.
A mánudögum: miðdegisverður: 1) fiskur og smjör,
siðan 2) grautur og mjólk; kveldverður: 1) fiskurog
smjör, 2) skyr og mjólk. Á þriðjudögum: miðdegis-
verður: 1) fiskur og smjör, 2) baunir með kjöti;
kveldverður: 1) fiskur og smjör, 2) sundmagar kald-
ir. Á miðvikudögum: miðdegisverður: 1) fiskur og
smjör, 2) kjötsúpa; kveldverður: 1) fiskur og smjör,
heitur saltfiskur. Á fimmtudögum: miðdegisverður
sami og á þriðjudögum; kveldverður: 1) fiskur og
smjör, 2) heitt eða kalt slátur. Á föstudögum; mið-
degisverður: 1) fiskur og smjör, 2) mjölgrautur; kvéld-
verður: 1) fiskur og smjör, 2) fiskistappa. Á laug-
ardögum: miðdegisverður: 1) fiskur og smjör, 2) heitt
slátur; kveldverður : 1) fiskur og smjör, skyr og
mjólk. Enn fremur skyldi hverri máltíð fylgja brauðr
annaðhvort flatbrauð eða skipsbrauð; og sýra skyldi
veitt til drykkjar eptir þörfum. Kennarar skyldu
enn fá mjólkurpott að morgni, og aptur að kveldi.
I reglugjörð þessari er enn mælt svo fyrir, að