Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 41
41
ölraususveinum skyldi árlega gefa treyju, nærbuxur,
2 pör sokka, skyrtu og skófatnað, meðan þeirværu
við skólann. Rúniföt skólasveina skyldu vera: hey-
dýna, fiðurkoddi, rekkjuvoðir af vaðmáli og ábreiða.
En rúmföt kennara skyldu vera: 2 fiðursængur, fið-
urkoddar, svæfill með ljereptsveri, tvennar vaðmáis-
rekkjuvoðir og ábreiða.
Skólahúsin skyldu vera: 1. lestrarstofa eða skóli
í tveimur herbergjum eða bekkjum; 2. svefnstofa,
rjett við skólann, og svo stór, að allir skólapiltar
fái rúm þar; 3. kennara-stofur, sín handa hvorum,
þiljaðar, með borði, bekk og rúmi; 4. borðstofa,
svo stór, að allir piltar geti matazt þar, hvor
bekkur við sitt borð; 5. herbergi handa skólapiltum
þeim, er sjúkir vrðu (P. P.: H. E. 77.—79.; sbr. Tím.
Bókm. VII. 77.-78.; 103,—105.).
Skólatímanum var síðar (25. apr. 1749), eptir
beiðni biskupsins í Skálholti, breytt svo, að hann
skyldi framvegis vera frá Mikaelsmessu til fardaga
(P. P.: H. E. 87.).
Fjárhagur og fjárstjórn skólanna var opt mjög
á veikum og völtum fæti, svo sem fyr hefur verið
drepið á, er slíta varð skóla um miðja vetur sökum
skorts. Skúli Magnússon, sem var ráðsmaður á Hól-
um og skyldi ráða ráðum með Ludvig Harboe, er
var general-kirkna-visitator yfir allt land, og í bisk-
ups stað á Hólum 1741—1745, lagði það til, að skóla-
haldið væri skilið frá biskupsembættinu, og allt fjár-
hald falið sjerstökum manni; en eigi varð það fram-
gengt að sinni. En síðar tóku biskupar sjálfir að
æskja þess, að slik aðgreining kæmist á, svo sem
Ólafur Gíslason, biskup í Skálh. 1747—1753, Finnur
Jónsson, biskup í Skálh. 1754—1789, og Gísli Magn-
ússon, biskup á Hól. 1755—1779, og sóttu það mál