Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 42
42
fast; enda komu nú hallærisár (eptir 1750), og allar
nauðsynjar stigu mjög í verði. Konungur (Friðr. V.)
setti þá (1755) nefnd manna, til að rannsaka og rita
upp allar tekjur biskupsstólanna, og skilja frá bisk-
upsembættinu allt það, er því mætti telja óviðkom-
andi, og þar á meðal skólana. Komu þeir síðan fram
með hinn svo nefnda »Separations Act« fyrir Skál-
holtsstól 23. ág. 1764, og Hóla 27.júlí 1765, og stað-
festi konungur (Kr. VII.) skilnaðargjörð Skálholts
26. maí 1769, og Hóla 29. maí s. á. (P. P.: H. E.
108.—124.). Laun skólameistara í Skálholti skyldu
vera 60 rbd., og kostpeningar 30 rbd., en konrektor
skyldi hafa í laun 30 rbd., og kostpenine-ar 30 rbd.
Olmususveinar eru taldir 24, og ölmusa hver reikn-
uð á 18 rbd. A Hólum eru taldir 16 ölmususveinar,
og hver ölmusa reiknuð 18 rbd. Kostpeningar skóla-
meistara eru ákveðnir 30 rbd., en laun skyldi hann
hafa af jörðum, svo sem fyrrum, er talið var 16
hundr. 70 áln., eða 66 rbd. 30 sk. Konrektor skyldi
hafa í kost og laun 60 rbd. Skyldu nú öll fjármál
og fjárstjórn biskupsstólanna og skólanna faliu á
hendur sjerstökum manni; þó hafði Skálholtsbiskup
fjárráðin á hendi til 1775, en þá kvartaði Hannes
biskup Finnsson,.um, að tekjur biskupsstólsins væru
sökum hallæris svojjnjög rýrnaðar, að eigi yrði farið
eptir skilnaðarskránni 23. ág. 1764. Setti þá kon-
ungur (1780) 7 rnanna nefnd, er taka skyldu skiln-
aðarskrána til íhugunar, og koma fram með tillögur
til breytinga á henni. Kornu þeir 1781 fram með
tillögur sínar, og voru þær lagðar fyrir nefnd í
Kaupmannhöfn"1784, er íliuga skyldi ástand lands-
ins, er þá var mjög bágborið, og leggja ráð á, hvað
gjört yrði til að bæta hag þess, og komu að tillög-
um nefndar þessarar umskipti þau, er síðar komu