Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Side 43
43
fram, og var eitt það, að Skálholtsskóli var eptir
konungsbrjefi 29. apr. 1785 fluttur það ár til Reykja-
víkur, enda voru þá hús í Skálholti að miklu leyti
hrunin í jarðskjálpta, og margar jarðir biskupsstóls-
ins í eyði sökuin eldgoss og hallæris. — (P. P.: H.
E. 149,—154.; 3Ö7.--362.; Esp. Árb.).
Lík þessu urðu afdrif Hólaskóla. Eldgos, hall-
•æri, hafís og sóttir gjörðu Hólastól afarmikið tjón,
og fjellu niður eignir stólsins. Skilnaðarskráin varð
Í>ví eigi að fullum notum, er fram liðu stundir, og
varð eigi auðið, að fá ráðsmann, er fær væri um,
-að gegna svo ábyrgðarmiklu starfi. Var það þá að
þakka einstökum dugnaði Árna biskups Þórarinsson-
-ar (bisk. 1784—1787), að skóli varð haldinn í hall-
•æri því, er yfir gekk um hans daga. Hagur skól-
nns stóð því mjög illa, og fór æ versnandi, og reyndi
konungur að ráða bót á (tilskipun 1. maí 1789 ogtil-
sk. 9. sept. 1791). Loks skipaði konungur (12. des.
1799) nefnd, er íhuga skyldi ástand skólans, og gjöra
tillögur um bætur á högum hans, eptir því sem
■ástand landsins leyfði. Öllum nefndarmönnum kom
saman um, að flytja skólann burtu frá Hólum, en
■eigi um hitt, hvar hann skyldi aptur niður setja;
því að tveir þeirra nefndarmanna (Grímur Thorke-
lin og Stefán Thorarensen) vildu flytja skólann til
Akureyrar, og hafa tvo latínuskólana, eins og veríð
hafði; en hinir nefndarmennirnir (Wibe og Magnús
■Stephensen) vildu sameina biskupsdæmin og skólana,
•og hafa einn skóla í Reykjavík, og fjellst konungur
■á tillögur þeirra, og skipaði svo fyrir (2. okt. 1801),
að Iíólaskóli skyldi sameinaður Reykjavíkurskóla,
og Hólabiskupsdæmi afnumið, en eignir stóls og skóla
seldar við uppboð (P. P.: H. E. 159.—181.; 186.—
192.; 363.-364.; Esp. Árb.).