Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Side 45
45
_Á efri árum varð hann með nokkuru óráði, og er
Ibann kvæntist í þriðja sinn, framdi Hann sjálfur
"prestsverkið. Fyrir það setti Oddur biskup hann af
•embætti; fór prestur nauðugur af staðnum, og dvaldi
«íðan bjá Páli syni sínum í Þernumörk.—(Hist. eccl.
III. 171.—172.; Esp. Árb.).
3. Sú er ætlun manna, að Þórður Marteinsson,
*biskups, Einarssonar, hafi verið skólameistari eptir
•síra Jón Loptsson. Þórður fór utan með föður sín-
'iim 1548, til Kaupmannahafnar, og kom með hon-
um aptur árið eptir. Hann var skólameistari 2 ár.
Uann var síðan prestur að Hruna um 2 ár, og að
Hreiðabólsstað um 2^/2 ár. — (Hist. eccl. III. 172.;
Bisk. II. 259.).
4. Þá varð Hans Lollich skólameistari 1557, og
'hafði það embætti um 4 ár, og fór síðan utan; hann
var danskur maður, og undariegur í skapi. — (Hist.
•eccl. III. 172.; Esp. Árb.)1.
5. Erasmus Villatsson, danskur maður, varð
1561, eptir Hans, skólameistari í Skálholti. Hann
var vel lærður maður, alvörumikiil og mikils-virð-
ur; söngfróður vel. Hann var 3 ár skólameistari.
Þá varð hann prestur að Görðum á Álptanesi (1564),
síðan að Odda (1569), þá að Breiðabólsstað (1576).
Eptir lát Gfsla biskups Jónssonar (1587) voru þeir
•margir, er vildu hafa Erasmus að biskupi, og varð
það eitt móti haft, að hann var útlendur maður; en
'biskupsstörfum gegndi hann þá um 2 ár (1587—1589),
uns Oddur biskup Einarsson tók við. Síra Erasmus
var tvíkvæntur; fyrri kona hans var Helga Gísla-
dóttir, biskups, og áttu þau saman mörg börn. Síð-
1) Jón Egilsson telur, ab Hannes Lalek haíi komið næstur
■•eptir Ólat 1557, og verið IV ár (sSafn« I. 114.).