Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 46
46
ari kona hans hjet Þórunn Eyjólfsdóttir, og áttu þait
sanian eina dóttur. Síra Erasmus dó 1591. — (Hist._
eecl. III. 173.; Esp. Árb.; »Safn« I. 114.).
6. Guðbrandur Þorláksxon var skólameistari í
Skálholti 1564 (1565, Esp. Árb.) til 1567, og leystl
með lofi það starf af hendi. Hann var fæddur á
Staðarbakka 1542; kom í Hólaskóla 12 ára gamall,,
og var þar 6 ár; varð heyrari á Hólum 1560, og-
hafði það starf um2ár; fór þá utan til Kaupmanna-
hafnar-háskóla; kom út aptur 1564, og varð þá skóla-
meistari í Skálholti. 1567 varð hann prestur að
Breiðabólsstað 1 Vesturhópi. 1569 var hann erlendis
1 málaferlum. Þegar hann kom aptur, var hann
eitt ár skólameistari á Hólum eptir Martein skóla-
meistara. 1571 varð hann biskup á Hólum eptir
Olaf biskup Hjaltason. Hann var biskup 56 ár, og
andaðist 20. júlí 1627, 85 ára að aldri. Guðbrandur
biskup er einna nafnfrægastur allra biskupa vorra,
og var að öllu leyti hinn mesti merkismaður. Að-
segja meira af honum hjer, á ekki við, enda yrði
það of langt mál. — (Hist. eccl. III. 113., 368.-443.
Bisk. II. 647.; »Safn« I. 114.; Esp. Árb.).
7. Eptir Guðbrand Þorláksson var Krixtjdn Vil-
latsson skólameistari í Skálholti um 4 ár (III ár
»Safn« I. 114.). Síðan varð hann prestur að Helga-
felli. Hann var bróðir sira Erasmusar, er fyr var
getið. Kristján var mjög lærður, og fróðastur í lækn-
isfræði hjerlendra manna á þeim tímum, og samdi
lækningabók þá, erkölluð var »Kristjánsbók«. Hann
var kvæntur og átti börn. I elli sinni flutti hann
frá Helgafelli að Bjarnarhöfn, og þar andaðist hann.—
(Hist. eecl. III. 173.—174.; Esp. Árb.).
8. Matthias, danskur maður, varð eptir hann
skólameistari 1571, og hafði það embætti um 5 ár;