Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 47
47
en fór svo utan (1576), en prestvigðist þó áður.
Hann var mildur og mannúðlegur. — (Hist. eccl. III.
174.; »Safn« I. 114.—115.; Esp. Árb.).
9. Stefán Gunnarsson, Gíslasonar, var því næst
skólameistari í Skálhoti um 3 ár. Hann liafði mennt-
azt fyrst innanlands, og síðan við Kaupmannahafnar-
háskóla. Þá er hann ljet af skólameistaraembætti,
varð hann Skálholts-ráðsmaður, og hafði það starf á
hendi 40 ár. — (Hist. eccl. III. 174.; Esp. Árb.; Bisk.
II. 388., 652.; »Safn« I. 115.).
10. Sigurður Jónsson, norðlenzkur maður að ætt,
varð skólameistari eptir Stefán Gunnarsson. Sigurð-
ur var haltur alla æfi. Hann var lengi við Kaup-
mannahafnar-háskóla, og síðan við háskólann í Ro-
stok, og lærði hebresku fvrstur íslendinga. Þegar .
hann kom aptur til Islands, varð hann fyrst heyr-
ari á Hólum, og síðan skólameistari þar(l573) nokk-
urn tíma (til 1576). Þaðan fór hann til Skálholts ,
(1579), og vár þar skólameistari um 4 ár. Hann var .
fyrstur kvæntur skólameistari í Skálholti, og haíði
konu sina þar hjá sjer. Hann var alvörumikill mað-
ur, harður og refsingasamur, og unnu því skólapilt-
ar honum lítt. 1583 fór hann aptur frá Skálholti til -
Hóla, og tók þar við kennslu, en sagði svo af sjer,.
og lifði eptir það lengi embættislaus. Hann varð »
holdsveikur, og dó á eignarjörð sinni Hóli í Kinn.—
(Hist. eccl. III. 174.; Esp. Arb.; »Safn« I. 115.).
11. Gísli Guðbrandsson varð eptir Sigurð skóla- _
meistari í Skálholti. Móðir hans var Guðrún sú,
er Gísli Eyjólfsson hafði átta við Kristínu systur sinni.
Gísli skólameistari var maðnr alvörumikill, söng-
maður góðurog málari ágætur, og hinn gervilegasti ,
maður. Hann var skólameistari að eins 2 ár, og
varð þá prestur að Hvammi i Hvammssveit,. og þar -