Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 48
48
dó hann árið 1621. — (Hist. eccl. III. 174; Bisk. II.
635.; »Safn« I. 115.; Esp. Árb.).
12. Jón Guðmundsxon varð skólameistari eptir
Gísla Guðbrandsson. Hann var við háskólann í Brim-
nm um 3 ár, siðan 5 ár við háskólann íKaupmanna-
höfn, en utan hafði hann farið 1561. 1582 fjekk
hann konungsbrjef fyrir Hítardal eptir síra Lopt
Narfason, enda hafði hann hina ágætustu vitnisburði
frá háskólakennurunum og var »promotus bacca-
laureus artium*. 1583 kom hann til íslands, en eigi
komst hann að Hítardal, með því að síra Lopturvar
enn þjónustufær. Fór Jón þá til Gísla biskups Jóns-
sonar, og gjörðist sveinn hans, og dvaldi með hon-
um til 1585, en þá varð hann skólameistari eptir
'Gísia, er hann fjekk Hvamm, og var skólameistari
4 ár (V ár »Safn« I. 115.) til 1589. 1588, er Gísli
biskup var fallinn frá, voru þeir margir, er vildu,
að Jón yrði biskup, en Guðbrandur biskup á Hólum
var honum mótstæður, er hann vildi koma að Oddi
Einarssyni, er þá var skólameistari að Hólum; var
Jóni borið á brýn, að hann hneigðist að Kalvinstrú,
og komst hann eigi að. 1590 gaf síra Loptur upp
við hann Hítardal, og gjörðist Jón þá prestur þar,
og prófastur í Mýrasýslu, til 1625. 1595 kvæntist
hann Guðríði Gísladóttur, lögmanns, Þórðarsonar, og
áttu þau 6 (7 í Bp.) börn saman, er fulltíða urðu,
og er af þeim mikil ætt komin. Einnig átti hann
tvo launsonu. I elli sinni var hann blindur um 7
ár, og dó hjá syni sínum og eptirmanni 7. febr. (7.
sept. í Landfr.s. Þ. Th. 168.) 1634, 76 ára, og hafði
þá verið prestur 44 ár. — (Hist. eccl. III. 175.; Esp.
Árb.; Bp. II. 280.).
13. Jón FAnarsson varð skólameistari í Skál-
holti 1590 (1588 »Safn« I. 115.). Hann var sonur