Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Side 49
49
Einars Eiríkssonar, er lögfróðastur var samtíðar-
manna sinna. Jón var slcólameistari í Skálholti um
2 ár, en tór þá til Hóla, og var þar skólameistari 1
ár. En svo stóð á því, að Guðbrandur biskup hafði
þá (1592) sent Arngrím Jónsson hinn lærða, er þá
var skólameistari á Hólum, utan í málum sínum; og
með því að Guðbrandur biskup þóttist engan hafa,
þann er fær væri að taka að sjer skólameistarastarf,
meðan Arngrímur væri erlendis, leitaði hann til Odds
biskups í Skálholti, en Oddur biskup sendi honum
skólameistara sinn, Jón Einarsson, og setti síra Odd
kirkjuprest Stefánsson í hans stað. Arngrímur kom
aptur árið eptir, og fór Jón þá aptur til Skálholts,
og tók við embætti sínu, og var þá skólameistari 1
ár; þá kvæntist hann Sólvöru Stefánsdóttur, sonar-
dóttur Gísla biskups, og flutti sig að Álptártungu á
Mýrum, og andaðist þar skömmu síðar. — (Hist. eccl.
II. 176.; Esp. Árb.; »Safn* I. 115.).
14. Sigurður Stefánsson, bróðir síra Odds, er
nú var nefndur, varð skólameistari eptir að Jón
Einarssonfór frá Skálholti í síðara skiptið (1594); en
hann fjell frá eptir fáar vikur með þeim atburði,
að hann reið frá Mosfelli, og ætlaði til Skálholts, en
er hann kom að Brúará, og ferjumanni dvaldist,
sofnaði hann á árbakkanum og valt í ána, og drukkn-
aði. Hann hafði verið við nám ytra, líklega mest í
Kaupmannahöfn, og var vel lærður, skáld (latínu-
skáld)r, söngmaður góður og málari. Hann sneri
Samúelsbókum í latínsk Ijóð, og orti latínsk kvæði
til Arngríms lærða. Hann reit um íslenzka rjettrit-
nn, og 1591 bók um álfa, drauga, svipi, vættir og
forynjur. Hann samdi lýsing íslands, og bjó til upp-
drátt af norðurhöfum. — (Hist. eccl. III. 176.; Esp.
Árb.; Bp. II. 639.; Þ. Th.: Landfr.s. 203.—204.).
4