Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 50
60
15. Gisli Einarsson, hálfbróðir Odds biskups,
varð skólameistari eptir Sigurð, og var skólameist-
ari að eins þann veturinn, og þótti nær óhæfur til
þess starfs, og varð Oddur biskup að hafa stöðugt
eptirlit með skólanum. En um vorið vígði Oddur
biskup hann prest að Vatnsfirði, og varð þá síra Jón
Loptsson að fara frá Vatnsfirði sárnauðugur, og bað
engra virkta þeim er við tæki. Síra Gísla veitti
mjög erfitt í Vatnsfirði, og gaf staðinn síðan upp við
sira Jón Arason, en tók Stað á Reykjanesi, og dó
þar í elli 1660. — (Hist. eccl. III. 176.; Esp. Árb.;
Bp. II. 639., 669.).
16. Oddur Stefánsson, prests að Odda, sonar-
sonur Gísla biskups, fór ungur utan til háskólans í
Kaupmannahöfn. En er hann kom til íslands aptur,
varð hann kirkjuprestur í Skálholti. 1593 gegndi
hann jafnframt skólameistarastörfum, er Jón Einars-
son fór að Hólum. 1596 varð hann skólameistari
eptir Gfsla Einarsson. og hafði það embætti til 1600
eða 1601, og þótti það farast mjög vel. Þá varð
hann prestur að Gaulverjabæ, og skömmu síðar pró-
fastur í Árnesprófastsdæmi, og var prestur og pró-
fastur um 40 ár. Eptir dauða Odds biskups (1630)
gegndi hann biskupsstörfum, og stóð það eitt í vegi,
að hana yrði biskup, að hann þótti of gamall. Síra
Oddur dó 3. des. 1641. — (Hist. eccl. III. 177.; Esp.
Árb.).
17. Eptir Odd Stefánsson var Ólafur nokkur
Halldórsson 1 ár skólameistari í Skálholti, og varð
þá (1602) prestur að Stað í Steingrimsfirði. — (Hist.
eccl. III. 178.).
18. Eptir hann var Ólafur Einarsson, hálfbróðir
Odds biskups, skólameistari um 7 ár. Hann var
maður ágætlega lærður og skáld hið bezta, og þótti