Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 51
51
i engu standa Oddi bróður sínum á baki, nema, ef
til vill, í stjörnufræði. 1608 varð hann prestur að
Kirkjubæ, og prófastur i Múlaþingi, og var prestur
þar í 40 ár. Hann hefur kveðið marga sálma, og
var að mörgu mótlætismaður. Brynjólfur biskup
mat hann mest allra presta á Austurlandi. í elli
sinni varð hann blindur, og fjögur barna hans urðu
einnig blind, og þótti það fylgja þeirri ætt. 1605
kvæntist hann Kristínu Stefánsdóttur, prests, Gísla-
sonar, systur síra Odds Stefánssonar. Sonur hans
var sira Stefán Ólaf'sson, skáldið. Síra Ólafur dó
1651. (Hist. eccl. III. 178.; Esp. Árb.; Bp. H. 640.,
706.). —
19. Eptir Ólaf Einarsson var Jón Bjarnason
skólameistari í 2 ár. Hann var vel lærður maður,
og hafði þó aldrei farið utan. 1610 varð hann prest-
ur að Fellsmúla.— (Hist. eccl. III. 178.; Esp.
Árb.). —
20. Jón Sigurðsson, prests, Einarssonar að
Breiðabólsstað, bróðurson Odds biskups, varð þá
(1610) skólameistari, og hafði það embætti um 2 ár,
og þó með leyfi Gísla lögmanns Þórðarsonar, er
fengið hafði hjá konungi það embætti handa Stein-
dóri syni sínum, sem þá var »studiosus« utanlands.
Jón varð síðan aðstoðarprestur hjá föður sínum, og
fjekk embættið eptir hann (1626). Hann var þrí-
kvæntur, og varð mjög gamall, og dó 1642. — (Hist.
eccl. HI. 178.; Esp. Árb.; Bp. II. 667.).—
21. Steindór Gíslason, sá er nefndur var, og
fengið hafði konungsbrjef fyrir skólameistaraembætti
i Skálholti, dvaldi nokkur ár erlendis, eptir að hann
hafði fengið konungsbrjefið, og er hann kom hingað
til lands, tók hann eigi við skólameistara-störfunum,
og snerist líf hans í aðra stefnu, og er að eins tal-
4»