Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 52
52
inn hjer af því, að hann hafði fengið konungsbrjef
fyrir embættinu. — (Hist. eccl. III. 178.—179.; Esp.
Arb.). —
22. Árni Oddsson, elzti sonur Odds biskups,
sigldi til háskólans 1609, og var þar 3 ár. Þá varð
hann (1612) skólameistari í Skálholti, og var skóla-
meistari 2 ár, og kvæntist hið síðara árið. 1617 íór
hann utan fyrir hönd föður síns i deilum hans við
Herluf Daa, höfuðsmann, og kom út aptur 1618, og
vann málið, og hafði hina mestu sæmd af. 1620
varð hann ráðsmaður í Skálholti, og eptir 1626 um-
boðsmaður Reynistaðarklausturs. 1631 varð hann
lögmaður fyrir sunnan, og hafði það embætti 32 ár,
og sagði því þá af sjer. Árni var tvíkvæntur; fyrri
kona hans var Helga Jónsdóttir frá Galtalæk, og
lifðu ekki börn þeirra. Síðan átti hann Þórdísi
Jónsdóttur frá Sjávarborg; komust þrjú börn þeirra
til aldurs. Árni dó í laug að Leirá 10. marz 1665,
73 ára gamall. Hann var guðhræddur maður, al-
vörugefinn, staðfastur, og unni ættjörð sinni, örlátur
við fátæka, allvel lærður, iðinn og ástundunarsamur,
en eigi sjerlegur gáfumaður. — (Hist. eccl. III. 179.;
Esp. Árb.; Bp. H. 669.; »Safn« II. 133—134.).—
23. Torfi Finnsson, Jónssonar, úr Flatey, varð
1615 skólameistari í Skálholti. Hann hafði verið við
háskólann í Kaupmannahöfn; en er hann kom út,
var hann fyrst heyrari við Skálholtsskóla um 2 ár,
og siðan skólameistari um 6 ár. 1621 fjekk hann
Hvamm eptir síra Gísla Guðbrandsson, og var þar
prestur til dauðadags 1638. Brynjólfur biskup lofaði
hann mjög, hvje góður kennari hann hafi verið, og
hafði Brynjólfur um 4 ár verið lærisveinn hans. —
(Hist. eccl. m. 180.; Esp. Árb.; Bp. H. 372.),—
24. Gísli Oddsson, biskups, varð skólameistari,