Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 53
53
1621, og hafði það embætti að eins eitt ár. Hann
var fæddur 1593; lærði fyrst í Skálholtsskóla, og
fór 1613 til Kaupmannahafnar-háskóla, og var þar
2 ár. Varð kirkjuprestur í Skálholti 1616, og 1621
skólameistari; fjekk þá Stafholt, og var þar 2 ár;
fjekk þá Holt, og var þar 9 ár. Var 1631 kjörinn
biskup i Skálholti eptir föður sinn. Dó 1638, 45
ára, á alþingi við Öxará. — (Hist. eccl. III. 180.;
594.-602.; Esp. Árb.; Bp. II. 664.). —
25. Jón Gissursson, Gamlasonar, norðlenzkur
að ætt, varð 1622 skólameistari í Skálholti. Hann
hafði um hríð verið heyrari á Hólum, fór síðan utan,
og var við nám á Kaupmannahafnar-háskóla; kom
síðan aptur með brjef fyrir Skálholtsskóla, og varð
þá Gísli Oddsson að víkja. Jón var skólameistari
til 1630. Þá varð hann skólameistari á Hólum, og
var þar 2 ár. Varð þá prestur að Múla, og skömmu
síðar prófastur i Þingeyjarþingi. — (Hist. eccl. IH.
527.; Esp. Árb.; Bp. II. 640.). —
26. Vigfús Gislason, Hákonarsonar, lögmanns,
varð skólameistari eptir Jón Gissursson. Hann var
fæddur 1608. Hann nam fyrst skólalærdóm hjer á
landi, fór síðan utan, og var við Kaupmannahafnar-
háskóla, síðan við háskóla i Hollandi. 1628 kom
hann aptur hingað til lands, og var þá, tvítugur,
talinn með lærðustu mönnum, og varð þá þegar
skólameistari á Hólum; þar var hann 2 ár, en varð
þá (1630) skólameistari í Skálholti, og var þar 2 ár;
en eigi líkaði skólasveinum alls kostar vel við hann,
er þeir kvörtuðu undan því, að hann legði meira
fyrir þá en þeir gætu af hendi leyst, og refsaði
tornæmum sveinum, svo sem væru þeir latir og
hirðulausir; og kvað svo ramt að, að nokkurir
sveinar fóru burt úr skólanum, en komu aptur í