Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 54
54
skólann 1632, enda varð Vigfús þá sýslumaður í
Rangárvallasýslu. Vigfús dó 1647. Kona hans var
Katrín Erlendsdóttir, og er af þeim mikill afsprengur
kominn.—(Hist. eccl. III. 527.—528.; Esp. Árb.).—
27. Jón Arason var sonur Ara Magnússonar,
hins göfgasta manns, og dóttursonur Guðbrands
biskups. 12 ára kom hann í Hólaskóla, og var þar
6 vetur á vegum Guðbrands biskups. 1623 var
hann útskrifaður, og dvaldi hið næsta ár með afa
sínum, en fór síðan (1624) til Kaupmannahafnar-
háskóla. 1628 varð hann »baccalaurens«. 1629
kom hann út aptur, og dvaldi þá hjá föður sínum
til 1632 eða 1633, er hann varð skólameistari i
Skálholti, og var hann skólameistari 2 ár eða 3.
Þegar hann (1635) frjetti lát Magnúsar bróður síns,
fór hann frá skólanum, og syrgðu skólasveinar hann
lítt. Fór hann þá til Reykhóla, og kvæntist Hólm-
friði, dóttur Þórunnar, ekkju Magnúsar bróður hans
og fyrra manns hennar, Sigurðar Oddssonar, og var
eitt ár prestur að Stað; fjekk síðan Vatnsfjörð í
skiptum við sira Gísla Einarsson, og varð skömmu
síðar prófastur í Isafirði. Hann dó 1674. Honum
hafa verið eignaðir ýmsir sálmar, en passiuprjedik-
anirhans voru prentaðar á Hólum 1668. Flateyjaraunál
hjelt hann áfram um árin 1395—1666. — (Hist. eccl.
III. 528.-529.; Esp. Árb.). —
28. Ketill Jörundarson. var fæddur 1603 á Efsta-
dal í Grímsnesi í Árnessýslu. Fjögra ára missti
hann föður sinn. 12 ára kom hann í Skálholtsskóla;
var útskrifaður 1620, og var síðan 2 ár heyrari við
skólann. 1622 fór hann utan til Kaupmannahafnar-
háskóla, en árið eptir kom hann aptur með bezta
vitnisburði háskólakennaranna; var þá aptur heyrari
til 1631. Þá fór hann aptur utan með Gísla Odds