Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Side 55
55
syni biskupsefni. 1632 kom hann aptur, og varð
enn heyrari. Þegar Jón Arason fór frá skólanum
1635, varð hann skólameistari, en varð eptir 3 mán-
uði að sleppa því embætti við Björn Snæbjörnsson,
er var honum fremri að því, að hann var »bacca-
laureus«, og varð þá aptur heyrari. 1638 varð hann
prestur að Hvammi í Hvammssveit, og prófastur
1656, en sagði prófastsembætti af sjer sökum lasleika
1667. Hann dó 1670, og þótti verið hafa lærður
vel, og að öllu ágætismaður. Árni Magnússon pró-
fessor var dótturson hans. — (Hist. eccl. III. 529.;
Esp. Árb.). —
29. Björn Snœbjörnsson varð 1636 skólameistari
i Skálholti. Hann hafði verið við Kaupmannahafnar-
háskóla frá 1624; varð hann »baccalaurens«, og fjekk
brjef konungs til hirðstjóra Pros Mundts 18. febr.
1636, þar sem boðið var, að Björn fengi annaðhvort
skólameistaraembætti í Skálholti, eða Staðastað, hvort
sem fyr losnaði; varð Ketill Jörundarson þá að víkja
fyrir honum fyrir fylgi höfuðsmanns, en bískupi sár-
nauðugt; og var Björn skólameistari 11 ár. Kona
hans var Þórunn, dóttir síra Jóns Sveinssonar í Holti
í Onundarfirði, bróður Brynjólfs biskups; setti hann
bú saman í Isafirði, og var þar á sumrum, en við
skólann á vetrum, og var kona hans jafnan með
honum. 1647 fjekk hann Staðastað. og varð síðan
prófastur í Snæfellsnessprófastsdæmi. Hann dó 1679.
Hann þótti allvel lærður, og var það fremur að þakka
iðni hans og ástundun en sjerlegum gáfum. Ávallt
var hann vel stilltur, en mjög tort'ryggur, svo að
varla trúði hann nokkrum manni. — (Hist. eccl. III.
529.—530.; Esp. Árb.; Bp. II. 370.).—
30. Þorleifur Jónsson var sonur Jóns Sigurðs-
sonar, sýslumanns í Einarsnesi. Hann var um hríð