Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Side 58
58
er var Oddi hlynntur, en af hinu, að hann eigi
treysti sjer við Odd. Oddur Eyjólfsson varð því
skólameistari (1661). Hann var dótturson Odds
prests Oddssonar á Reynivöllum, og hafði biskup
fóstrað hann, og kostað lærdóm hans. Oddur var 6
ár skólameistari, en varð þá aðstoðarprestur hjá síra
Þorsteini Jónssyni í Holti, og fjekk brauðið eptir
hann, og varð prófastur í Rangárvallaprófastsdæmi,
er síra Björn Þorleifsson varð biskup á Hólum(1696).
Síra Oddur dó 1702. Hann var tvíkvæntur, og átti
þrjá sonu við hinni fyrri konu sinni, en engin börn
með hinni síðari. — (Hist. eccl. III. 532.—536.). —
33. Olafur Jónsson, sá er fyr var getið, var
fæddur 1637. Hann var sonur síra Jóns í Reykholti,
Böðvarssonar, Jónssonar, er allir voru prestar í
Reykholti; en síra Jón, faðir síra Böðvars, var bróðir
'Gissurar biskups Einarssonar; en síra Jón Böðvars-
son var faðir síra Halldórs, föður síra Jóns, föður
Finns biskups. Oiafur Jónsson hafði verið 3 ár við
Kaupmannahafnar-háskóla, og varð 1659 heyrari við
Skálholtsskóla. 1667 varð hann skólameistari, og
var skólameistari yfir 20 ár, og gat sjer góðan orð-
stír. Þegar hann var nýorðinn skólameistari, kom
fram sá maður, er Kort Amundason hjet, og kvaðst
eiga að ganga fyrir Olafi til embættisins, er hann
væri »baccalaureus« og betur lærður; hjelt hann
þessu svo fast fram, að biskup kallaði þá til prófs;
en þá kom fram Teitur Torfason, er þá var ráðs-
maður í Skálholti, og hafði lengi verið við Kaup-
mannahafnar-háskóla, og barizt hraustlega gegn
Svíum, og kvaðst eiga að ganga fyrir Kort til em-
bættis þessa, er hann væri eldri »baccalaureus«, og
hefði einnig aðra yfirburði. En er Kort heyrði þetta,
hætti hann við að keppa eptir skólameistara-embætt-