Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 59
59
inu, og gjörðist heyrari við skólann. 1687 var Ól-
•afur skólameisari vígður prestur að Hítardal, en var
þó kyrr í Skálholti veturinn 1687—1688, og kenndi
skólamönnum, en íór árið eptir tilHítardals, og varð
prófastur. En hann hafði varla verið þar 4 mán-
nði, er hann dó, 51 árs að aldri. Óalfur var hæði
vel lærður, góður kennari og siðavandur, og var
því skólinn í góðu lagi um hans daga. Kona hans
"var Hólmfríður Sigurðardóttir, og áttu þau 2 sonu,
Sigurð og Vigfús. Sigurður dó í Kaupmannahöfn
1707, en Vigfús drukknaði á leið til Kaupmanna-
liafnar, til háskólans. (Hist. eccl. III. 536.—537.;
Esp. Árb.j.
34. Þörður Þorlcélsson Vídalín, sonarsonur Arn-
gríms lærða Jónssonar, og bróðir Jóns biskups Ví-
dalíns, varð skólameistari eptir Ólaf. Hann var
gáfumaður, en hvikull og óstöðugur í lund. Hann
var um hríð við Kaupmannahafnar-háskóla, og nam
þar einkum málfræði og læknisfræði. Þá er bann
var aptur kominn til Islands, var hann fyrst um 2
ár með Kristófer Heidemann landfógeta; síðan um 2
ár hevrari við Skálholtsskóla. 1688 varð hann skóla-
meistari, og sór skólameistara-eið, svo sem þá var
nýlega fyrir skipað, fyrstur íslenzkra skólameistara;
og studdi það að því, að hann hjelt embættinu fyr-
ir Páli Vídalín, er vildi ná því; en eptir 2 ár sagði
hann embættinu af sjer, og lifði eptir það embætt-
islaus og ókvæntur, og fjekkst við lækningar og
fræðslu ungmenna. Hann dó 1742, áttræður að aldri.
Hann samdi (1685) rit um jökla á íslandi. (Hist. eccl.
III. 537.-538.; Esp. Árb.).
35. Páll Jónsson Vídalin, dóttursonnr Arngríms
lærða, en Guðbrandur biskup var lang-langafi hans,
var fæddur 1667; var 3 ár við Kaupmannahafnar-