Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 60
60
háskóla, og tók próf í guðfræði 1688, og kom þá til
Islands aptur, og hafði þá konungsbrjef, að hann
yrði skólameistari, en fjekk þá eigi komizt að em-
bættinu, svo sem fyr var frá sagt. 1690 varð hann
skólameistari eptir Þórð Þorkelsson, og hafði það'
embætti til 1696. Um vorið 1697 varð hann sýslu-
maður í Dalasýslu, og sama ár varð hann vara-
(vice-)lögmaður sunnan og austan. 1702 var hann.
ásamt prófessor Árna Magnússyni settur í nefnd, til'
að rannsaka allt ástand íslands, semja skýrslur um
það og uppástungur um endurbætur á því, og sömu-
leiðis jarðabók um allt land. Störfuðu þeir í nefnd-
inni til 1713. 1705 sat hann í iögmannssæti í stað
Lauritz Gottrups, og varð þá lögmaður eptir Sigurð
Björnsson. Hann átti opt í löngum og hörðum deil-
um. Hann dó 18. júlí 1727 á alþingi. Hann var á-
gætlega lærður, skáld gott, iögfróður vel og forn-
fræðingur. Helztu rit hans eru: 1) Frumvarp til lög-
böJi’ar, sem enn er til; 2) Skýringar yfir fornyrði
Jónsbókar; 3) Ritgjörð, er heitir Deo, Regi, Patriœ; 4}
Hann átti mikinn þátt í Jarðabók þeirri, er kennd
er við Árna Magnússon; og ýmislegt fleira samdi
hann. (Hist. eccl. III. 538.—540.; Esp. Árb.; Bp. II.
686.; »Safn« II. 144.—147.).
36. Þorlákur Thorlacius Þórðarson, biskups, var
1692—1694 við Kaupmhafnar-háskóla,og varð »bacca-
laureus«. 1696 varð hann skólameistari, en eigi
gat hann verið við það veturinn fullan, því að hann
sýktist svo af miklum verk í læri, að það dróhann
til dauða árið eptir, á 22. aldursári, og hafði þáleg-
ið hræringarlaus langt á annað ár. Meðan hann
var veikur og eptir lát hans gegndi Jón Einarsson
skólameistara-störfum, uns nýr skólameistari var
skipaður. Þessi Jón Einarsson var síðan heyrari á.