Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 63
G3
fastur í Hítardal. Kona hans var Sigríður Bjarnar-
dóttir, prests, frá Snæfoksstöðum, Stefánssonar. Hún
var stórmannleg og skörungur, sem liún átti kyn
til. Höfðu þau gipzt árið 1700. — Rit síra Jóns ern
þessi: 1. Æfi Skálholtsbiskupa, 2. Æfi Hólabiskupa,
3. Hirðstjóra annáll, 4. Æfi Skálholtsrektora, 5. Æfi
presta í Skálholtsbiskupsdœmi, 6. Æfi lögmanna, fó-
geta og lögþingisskrifara, 7. Abótaœfi, 8. Um Heklu-
gos, 9. Ættartölur, 10. Annáll yfir árin 1724—34,
11. Ágrip af Fitja-annál. — (Hist. eccl. III. 543.—
544.; Esp. Árb.; »Safn« II. 594.—602.).—
42. Þorleifur Arason, sýslumanns, Þorkelssonar,
var af ættum Guðbrands og Jóns Arasonar, Hóla-
biskupa. Hann var 2 ár við háskólann í Kaup-
mannahöfn, og vildi síðan (1710) verða skólameistari,
en biskup vildi eigi veita honum, nema hann reyndi;
áður lærdóm hans; gekk Þorleifur undir prófið, og
fjekk embættið, og hjelt því 8 ár, en eigi þótti hann
jafnoki þeirra síra Magnúsar Markússonar og síra,
Jóns Halldórssonar. 1718 íjekk hann Breiðabólsstað .
og varð prófastur. Eptir dauða Jóns biskups Vída-
lins (1720) fór hann utan í þeim erindum, að fá.
biskupsembættið, en það heppnaðist eigi. Hann
drukknaði i Markarfljóti 12. jan. 1727, er hann reið
út í það ófært um nótt. Hann hafði verið skipaður
meðdómsmaður í ýmsum mikilvægum málum. —
(Hist. eccl. III. 544.-545.; Esp. Árb.). —
43. Erlendur Magnússon var skólameistari 1718
—1723. Þá varð hann skólameistari á Hólum, og
var þar eitt ár; fjekk þá Odda, en var þar að eins
fáar vikur, er hann dó undir árslok 1724. Hann
var af alþýðufólki kominn, og eigi ættstór, en ágæt-
lega gáfaður, og bezti kennari, og hafði verið við ,