Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 64
64
Kaupmannahalnar-háskóla. — (Hist. eccl. III. 545.;
Esp. Árb.). —
44. Bjarni Halldórsson (fæddur 15. sept. 1701)
prests að Húsafelli, Árnasonar, var þá skólameistari
1723—1728; varð hann einnig að ganga undir próf
hjá biskupi, áður en hann fengi embættið, og kom
þó þá frá háskólanum. 1728 varð hann sýslumaður
i Húnavatnssýslu og umboðsmaður Þingeyraklausturs.
Hann dó (1772 eða) 1773. Kona hans var Hólm-
fríður, dóttir Páls Vídalíns, og er margt manna frá
þeim komið. — (Hist. eccl. III. 545.; Esp. Árb.;
Smæf. I. 613.—619.J. —
45. Jón Þorlcelsson, Jónssonar, fæddur 1697,
var af ætt Odds og Guðbrands biskupa. 1718 fór
hann til háskólans í Kaupmannahöfn; lauk hann
þar námi sínu, en fór síðan til Jótlands og Holtseta-
'lands, og dvaldi þar við ýmsa kosti; var hann á
þeim tíma eitt ár við háskólann í Kíl. 1720 kom
hann snöggva ferð til íslands. 1728 varð hann
skólameistari í Skálholti; hafði hann það embætti
um 9 ár, og rak það með mikilli kostgæfni. Þung-
lyndi sótti á hann, og djarfmæltur þótti hann úr hófi.
1737 hvarf hann frá skólanum og fór utan; bar
hann þá fram ýmsar ófagrar sögur um kirkjustjórn-
ina hjer, og hafði þau áhrif, að ágætismaðurinn
Ludvig Harboe, er síðar varð Sjálandsbiskup, var
sendur hingað sem »visitator« yfir land allt (1741),
og var Jón Þorkelsson skipaður skrifari lians. ' Og
er því erindi var lokið, fór hann aptur utan (1745),
og kom eigi hingað aptur, Hann dó 5. maí 1759.
Hann hafði með sparsemi dregið saman mikið fje,
og gaf það til barnaskóla í Gullbringusýslu (Thor-
killii-legat). Jón Þorkelsson var maður vel lærður,