Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 65
65
samdi mörg rit. — (Hist. eccl. III. 546.—547.; Esp.
Árb.). —
46. Gísli Magnússon, sonur síra Magnúsar Mark-
ússonar, er fyr var nefndur, var fæddur á Grenj-
aðarstað 12. sept. 1712. Hann lærði fyrst hjá föð-
ur sinum, en síðan hjá Þorleifl prófasti Skaptasyni,
er útskrifaði hann. 1731 fór hann til háskólans i
Kaupmannahöfn, og tók próf í guðfræði eptir 2 ár;
kom hann þá út aptur. 1736 varð hann skólameist-
ari í Skálholti, og hjelt því embættitil 1746, er hann
þá varð prestur að Staðastað, og skömmu síðar pró-
fastur. 1755 varð hann biskup að Hólum. Hann
dó 1779, 8. marz. Kona hans hjet Ingibjörg Sig-
urðardóttir; áttu þau 6 börn saman, en að eins 3
þeirra náðu fullorðins aldri : Magnús, sýslumaður í
Húnavatnssýslu, Oddur, prestur að Miklabæ, og Krist-
in, kona mag. Hálfdáns Einarssonar. (Hist. eccl. III.
547.-548.; P. P.: H. E. 373., 491,—497.; Esp. Árb.).
47. Einar Jónsson var skólameistari 1746—
1753, og hafði áður verið konrektor við skólann.
1753 varð hann sökum augnveiki að láta laust skóla-
meistara-embættið, og varð þá sýslumaður í Snæ-
fellssýslu, og síðan (1768) í Skaptafellssýslu. Hann
dó 1781. Hann var af Hofsætt úr Skaptafellsþingi,
og lágur á vöxt; er margt fólk frá honum komið;
synir hans voru ísleifur assessor og síra Gíslif Sel-
árdal. — (P. P.: H. E. 374.; Esp. Árb.).
48. Bjarni Jónsson hafði verið 2 ár við Kaup-
mannahafnar-háskóla, og orðið »baccalaureus», og
fengið beztu vitnisburði. Hann fjekk (1745) kon-
ungsbrjef, að hann yrði skipaður skólameistari, er
það embætti yrði laust, og varð konrektor (1746) 1
stað Einars Jónssonar, og 1753 skólameistari eptir
liann, og rak hann það embætti með miklu lofi fyr-
6