Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 66
66
ir árvekni og lærdóm um 28 ár, og útskrifaði 194
lærisveina. Þá varð hann prestur að Gaulverjabæ
(1781), og andaðist þar 1798. Hann var maður á-
gætlega lærður og bezti kennari. (P. P.: H. E. 374.
til 375.; Esp. Árb.).
49. Páll Jakobsson, Eiríkssonar, er lengi hatði
verið konrektor, var skólameistari 1781—1784, en.
þá varð
50. Glsli Þórðarson, Brynjólfssonar, Þórðarson-
ar biskups, Thorlacius, skólameistari, og hafði fyrst-
ur skólameistaraveitingu konungs (17. sept. 1784).
Var nú boðið, að skólinn yrði fluttur til Reykjavík-
ur (1785), og flutti Gísli með skólanum þangað, og
var þar skólameistari, og segir af honum gjör síð-
ar. (P. P.: H. E. 376.-377.; Esp. Árb.).
b. Skólameistarar á Hólum.
1. Hinn fyrsti skólameistari á Hólum hjet Láren-
tius, og var danskur maður; hafði Olafur biskup
Hjaltason hann út með sjer 1552, og setti hann fyr-
ir skólann; en eigi er vitað, hvje lengi hann var
skólameistari, og hverjir skólameistarar voru þar til
1569; en þá er í svo nefndu Sigurðarregistri getið
2. Marteins skólameistara, er og var danskur
maður, og þóttist svo illa haldinn, að hann gæti eigi
við það annað. (Hist. eccl. III. 3., 183.; Esp. Árb.).
3. Guðbrandur ÞorláJcsson var skólameistari
1569—1570, um eitt ár, en fór þá utan, og gjörðist
biskup á Hólum (1571). — (Hist. eccl. III. 183.; <
Esp. Árb.)
4. Jóhannes Gyllebrún sendi konungur upp hing-
að skólameistara í stað Guðbrands; en eigi vita menn
um hann meira. (Hist. eccl. HI. 183.; Esp. Árb.).