Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 67
67
5. Sigurður Jónsson var skólameistari 1573—
1576, sá hinn sami, er talinn er 10. skólameistari í
Skálholti. (Hist. eccl. III. 183.; Esp. Árb.)
6. Bjarni Gamlason, prests, Hallgrímssonar,
Barna-Sveinbjarnarsonar, bræðrungur Guðbrands bisk-
ups, var skóiameistari 1576—1586, en varðþáprest-
ur nokkurs staðar. 1595 fjekk hann Grenjaðarstað
og varð prófastur. (Hist. eccl. III. 183.; Esp. Árb.).
7. Oddur Einarsson var skólameistari 1586—
1588. Hann hafði verið við Kaupmannahafnar-há-
skóla, og varð »baccalaureus«. Hann var ágætlega
lærður, einnig í stjörnufræði, er hann hafði verið á
Hveðn hjá Tycho Brahe. Oddur var fæddur 1559.
Hann varð biskup i Skálholti 1588, og dó 28. des.
1631, 72 ára að aldri. (Hist. eccl. III. 333.-356.;
183.; Esp. Árb.; Bp. II. 657.1.
8. Arngrímur Jónsson var skólameistari 1589
til 1594. Meðan Arngrimur var utan 1592—1593,
hafði Jón Einarsson, skólameistari í Skálholti, skóla-
meistarastörf á hendi á Hólum, svo sem fyr var
getið. Arngrímur var frábærlega lærður, og ermjög
frægur af ritum sínum. Hann var fæddur 1568 á
Auðunarstöðum í Víðidal. 1576 tók Guðbrandur
biskup hann að sjer, og kom honum 1578 í Hóla-
skóla. Þar var hann 8 ár. 17 ára fór hann tilhá-
skólans með tilstyrk Guðbrands biskups, og varþar
4 ár. 1589 kom hann út aptur, og varð skólameist-
ari. 1590 var hann vígður, og gjörðist þá jafnframt
kirkjuprestur á Hólum, og það ár fjekk hannMikla-
bæ, og Melstað 1598, en ljet aðra þjóna fyrir sig,
meðan hann var á Hólum; en er hann fór þaðan,
settist hann að á Melstað, en ljet annan þjóna að
Miklabæ fyrir eitthvert lítið kaup. Hann var pró-
fastur í Húnaþingi. 1596 var hann skipaður aðstoð-
6*