Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Side 69
69
gjörðist skólaraeistari á Hólum, og hafði það era-
bætti til 1603; þá fór hann utan, en hann kom út
aptur 1604, og hafði fengið Staðastað, og varð þar
prófastur. 1618 viku þeir Friðrik Friis og Georg
Wind, erindrekar konungs, honura frá embætti, en
síra Guðmundur fór þá utan, og fjekk aptur em-
bætti sín. Hann dó 1648. Nokkur rit hafði hann
útlagt, og voru prentuð. (Hist. eccl. III. 184.; Esp.
Árb.). —
11. Páll Guðbrandsson, biskups, Þorlákssonar,
hafði fyrst numið hjer skólalærdóm, og var síðan
við Kaupmannahafnar-háskóla um 3 ár (1600—1603);
var það mælt, að hann hefði utanlands eigi miður
stundað krúsina en lærdóminn, og var föður hans
það harmur. Þá var hann skólameistari eitt ár; en
kvæntist þáSigríði Björnsdóttur,Benediktssonar (1605),
og Ijet af því starfi. Hann fjekk Húnavatnssýslu
(1607), og Þingeyraklaustur og Vatnsdalsjarðir. Hann
var vinsæll maður, en afbragðsmaður enginn um
lærdóm eða aðra hluti. Hann dó 10. nóv. 1621 eða
1622. (Hist. eccl. III. 184.; Esp. Árb.; Bp. II. 700.).
12. Ólafur Ólafsson, er kallaður var »lærði karl«,
var skólameistari 1615. En með því að mönnum
þykir ólíklegt, að Ólafur þessi, er var lítt lærður,
og þótti nær óhæfur til þessa embættis, hafi verið
skólameistari 1604—1619, ætla menn, að þeir kunni
að hafa verið tveir, Olafarnir Olafssynir, og hafi ann-
ar verið skólameistari f604—1615, og hafi það ver-
ið sá Ólafur, er prestur varð að Grímstungu; en
Olafur »lærði karl« hafi tekið við eptir hann. Guð-
brandur biskup hafði fóstrað Ólaf þenna, og sett
hann í Hólaskóla, og þaðan útskrifaðist hann; síðan
fór hann til háskólans, og kom út með vitnisburði
háskólakennara, og var þá skipaður skólameistari,