Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Side 70
70
og hafði það starf til 1619. Það ár bauð konungur
höfuðsmanni að rannsaka, hvað hæft væri í því, að
Guðbrandur biskup hjeldi ónýtan skólameistara, og
tæki undir sig skólameistaralaunin. Höfuðsmaður
Friðrik Friis dó þremur dögum eptir að hann kom
hjer á land, en setti áður Pjetur Jónsson til að reka
konungserindin. Pjetur stefndi Guðbrandi biskupi
til alþingis, að hann hreinsaði sig af þessum áburði,
ef hann mætti. Biskup kom til þings, og hafði 0-
laf skólameistara með sjer, og meðkenndi Olafur
þar, að hann hefði fullt skólameistara-kaup sitt, og
sýndi þar vitnisburð þann, er rektor, ThomasFinke,
hafði gefið honum, og bauðst til að svara hverjum
þeim, er vildi þrejda lærdóm við hann. En enginn
varð til þess, og varð svo eigi meira úr þessu. O-
lafur varð síðan prestur, og kærði síra Jón Pálsson
að Ríp, að hann hefði borið sjer blóð í kaleiknum i
kveldmáltíðar-sakramenti; en síra Jón kvað hann
sjálfan hafa spýtt blóði í kaleikinn; en Olafur sór
fyrir það tylftareið, og setti Þorlákur biskup þá af
báða. Olafur var nær dvergur að vexti. En til
merkis um lítinn lærdóm hans er sagt, að hann
kenndi piltum að stigbreyta »parvus, parvior, parvissi-
mus«. Um það kvað Þorlákur Skúlason, er þá var
heyrari, vísuna:
»Parvior est parvo parvissimus ipse magister,
corpore perparvo, parvior ingenio«. (Hist. eccl. III.
184.—186.; Esp. Árb.).
13. Þorlákur Skúlason var skólameistari 1619
til 1625. Hann var fæddur 24. ág. 1597. Faðir
hans var Skúli Einarsson, en móðir Steinun, laun-
dóttir Guðbrands biskups, og fóstraði Guðbrandur
biskup hann. Þorlákur var útskrifaður úr Hólaskóla
1615, og varð árið eptir heyrari við skólann. 1616