Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 71
71
fór híinn utan til háskólans, og kora út aptur 1619,
■og varð þá skólameistari. 1623 fjekk hann kon-
ungsbrjef fyrir Hítardal eptir síra Jón Guðraundsson,
er þá var gamall og sjónlítill, og bauðst Þorlákur
honum aðstoðarprestur, en síra Jón vildi eigi þiggja
að svo stöddu. 1624 var Þorlákur vígður kirkju-
prestur að Hólum. 1625 fór hann utan, að útvega
lyf handa Guðbrandi biskupi, er þá var sjúkur orð-
inn, og timbur til nýrrar kirkju, er Hólakirkja hafði
hrunið í ofviðri til grunna, og var Magnús Olafsson,
er síðar varð prestur að Laufási, íyrir skólanum á
meðan. 1626 kom Þorlákur aptur með viðinn og
lyfin. 1628 var hann vígður biskup að Hólum ept-
ir afa sinn, er Arngrímur lærði skoraðist undan.
Þorlákur biskup dó 4. dag jan. 1656. Hann var
maður ljúfur og lítillátur, góðlyndur og glaðsinnað-
ur, og vinsæll af góðum mönnum; hann var sannur
merkismaður, og lærdómsmaður mikill, og lagði stund
á forna fræði íslenzka. Kona hans var Kristín
Gísladóttir, lögmanns, Hákonarsonar, og áttu þau 6
börn, er fullorðin urðu: 1. Gísli, er varð eptirmað-
ur föður síns í biskupsembættinu á Hólum; 2. Þórð-
ur, biskup í Skálholti; 3. Skúli, prestur á Grenjað-
arstað og prófastur; 4. Jón, sýslumaður í Múlasýslu;
5. Guðbrandur; 6. Elín, kona Þorsteins Þorleifssonar,
sýslumanns í Skagafirði. (Hist. eccl. III. 186.; 715.
til 725.; Esp. Árb.).
14. Vigfús Gíslason var skólameistari 1628 til
1630, og
15. JónGissursson 1630—1632, og er um þá tal-
að meðal skólameistara í Skálholti.
16. Vigfús Árnason, Magnússonar, Vigfússonar,
Þorsteinssonar, Finnbogasonar lögmanns, varð skóla-
meistari 1632. 1638 varð hann prestur að Hofi í