Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Side 72
72
Vopnafirði, og síðan prófastur í Múlaþingi. Hann dó
1672. Hann var maður háskólagenginn. — (Hist.
eccl. III. 548.; Esp. Árb.).
17. Sigfús Egilsson varð skólameistari 2. nóv.
1638, og hafði það embætti til 1644(?); síðan varð
hann kirkjuprestur þar á Hólum. Hann var ágæt-
lega latínulærður. 1644 varð húsbruni hjá honum í
Víðinesi, og brunnu þar, auk annars, 30 hundr. í
bókum og klæðum. — (Hist. eccl. III. 538.; Esp.
Árb.).
18. Eunólfur Jónsson var sonur síra Jóns Run-
ólfssonar á Skeggjastöðum. Hann hafði um hríð
verið við háskólann f Kaupmannahöfn; en er hann
kom út aptur, varð hann skólameistari á Hólum
(1644). 1649 ljet hann af því embætti, og fór utan
til Kaupmannahafnar, og fjekk þar (1650) meistara-
nafnbót, og ætluðu menn, að hann mundi hyggja á
biskupsdóm á Hólum, ef Þorlákur biskup fjelli frá;
og tók að gefa út vísindaleg rit, er hann sarndi, og
skal að eins nefna hina íslenzku málfræði hans;
einnig fjekkst liann við að semja latínsk-íslenzka
orðabók. Hann varð skólameistari í Kristjánsstað,
og dó þar 1654 í sóttinni miklu. — (Hist. eccl. III.
548.; Esp. Árb.).
19. Þorsteinn Illugason, Hólaráðsmanns, Jóns-
sonar, var skólameistari 1649—1654, er hann þá
varð kirkjuprestur á Hólum, en síðan (1656 [1658 í
Bp.]) prestur að Völlurn í Svarfaðardal. Hann and-
aðist 1704. — (Hist. eccl. III. 448.; Bp. II. 706.; Esp.
Árb.).
20. Gisli Þorláksson, biskups, Skúlasonar, var
fæddur á Ilólum 7. nóv. 1631; lærði skólalærdóm í
Hólaskóla, en fór utan til háskólans 1649; 1652 kom
hann út aptur; 1654 varð hann skólameistari; 1650