Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Qupperneq 77
77
Þorleifur tekinn í stúdentatölu við háskólann, og
lilaut þar mikið lof. Þormóði Torfasyni, sagnarit-
•ara, þótti mjög mikið til hans koma, og kjöri hann
til að sjá um útgáfu 4. b. Noregssögu sinnar, og
yfirfara ritið allt; og leysti Þorleifur það svo vel
af hendi, að hann fjekk meistara-nafnbót. 1711 tók
Steinn biskup Jónsson Þorleif með sjer út til íslands,
og skipaði hann skólameistara. Hafði Þorleifur það
starf að eins 2 ár, því að hann andaðist undir árs-
lok 1713, og var þá enn ungur. — (Hist. eccl. III.
552.; Esp. Árb.).
33. Snorri Jónsíton, Magnússonar, bróðurson
Árna prófessors, laungetinn, hafði verið 2 ár við
Kaupmannahafnar-háskóla, en kom út 1712, og varð
]oá heyrari á Hólum; en er meistari Þorleifur var
látinn, reið Snorri jafnskjótt norður að Narfeyri og
■hitti Odd Sigurðsson, lögmann, og fjekk að mega
^vera skólameistari um veturinn. 1716 veitti Oddur
honum Breiðabólsstað í Fljótshlíð, og kom til einskis,
cn Snorri fjekk þá brjef fyrir Helgafelli, en mátti
þó eigi njóta að sinni, því að kona hans ól barn of
snemma. 1719 fjekk hann uppreisn, og gjörðist(1720)
prestur að Helgafelli, og síðan prófastur. Hann var
mjög vel lærður, guðfræðingur og málfræðingur;
þess utan læknisfróður og skáld gott. Kona hans
var Kristín Þorláksdóttir, og áttu þau börn saman,
bæði sonu og dætur, og voru synir hans: Jón sýslu-
maður, Gísli prófastur, og Gunnlaugur prestur. í
elli sinni og orðinn ekkjumaður sleppti hann Helga-
felli við Gunnlaug son sinn, og fór sjálfur til Odda
til síra Gísla sonar síns, og dó þar sjötugur 1756.—
(Hist. eccl. III. 552.—553.; Esp. Árb.).
34. Guðmundur Bergmann, sonur Steins biskups
Jónssonar, liafði verið að eitt ár við (1719) Kaupmanna-