Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 78
78
hafnar-háskóla, en kom til Islands um sumarið 1720,.
og varð þá skólameistari. Hann var allmikill drykkju-
maður. Kona hans var Margrjet Einarsdóttir, er
Benedikt Bech hafði átta. 9. maí 1723 ætlaði hann
á báti með ýmsum öðrum frá Ingveldarstöðum og
inn til Borgar, og drukknuðu þeir allir skammt frá
Ingveldarstöðum. Lík skólameistara fannst í Málmey,.
og var jarðað á Hólum. — (Hist. eccl. III. 553.; Esp.
Árb.).
35. Erlendur Magnússon varð þá (1723) skóla-
meistari á Hólum, en hafði áður verið skólameistarl
1 Skálholti. — (Hist. eccl. III. 553.; Esp. Árb.).
36. Sigurður Vigfússon, Árnasonar, sýslumanns
í Hnappadalssýslu, hafði lært í Hólaskóla, og síðan
verið biskupi við hönd um hríð. 1720 fór hann ut-
an. 1724 kom hann aptur, er hafði lítið numið, þvl
að hann var eigi skarpur og nokkuð einfaldur, en
fengið orð fyrir aðra atgjörvi, t. d. vöxt og afl, og
varð hann nú skólameistari, en eigi námu skóla-
sveinar mikið af honum, og hafði hann þetta em-
bætti til 1742, en sagði því þá af sjer. Harboe, er
hjer var í biskups stað, hafði verið boðið að yfir-
heyra Sigurð, og er það var gjört, þótti hann sijór
í lærdómi, en eigi var honum vikið frá fyrir þá sök,
því að Harboe hjelt í hönd honum, þvi að hann
fann, að hann var einfaldur og hrekklaus; en þá
bar svo til, að honum var kennt barn, en eigi setti
Harboe hann af að heldur, en Sigurður sagði þá af
sjer sjálfur, og lifði embættislaus til 1746, er hann
þá varð sýslumaður í Dalasýslu, og studdi Ilarboe
að því, er hann hafði mætur á Sigurði sakir afls
hans. Kona hans var Karítas Guðmundsdóttir,. prests
að Helgafelli, og áttu þau tvær dætur. Sigurður var
hár maður vexti, herðamikill, en miðmjór mjög, stór-